Námskeið og fyrirlestrar

Keilir kappkostar við að bjóða uppá fjölbreytt stök námskeið fyrir alla þá sem veita ráðleggingar á sviði þjálfunar og næringar. Námskeiðin eru almennt kynnt í gegnum tölvupóst og þú getur bætt þér á Póstlista Íþróttaakademíunnar. Keilir mun ekki afhenda þriðja aðila upplýsingar né aðgengi að póstföngum sem skráð eru á póstlista Íþróttaakademíunnar.

Þú getur hvenær sem er afskráð póstfang þitt af póstlista ÍAK. Það er gert í gegn um hnapp, neðst á tölvupóstum sem þér berast. 

Hafir þú ósk um ákveðið námskeið og/eða leiðbeinanda eða vilt koma ábendingum varðandi námskeið á framfæri þá hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á: namskeid@keilir.net