• Bakpokaferðalög
 • Gönguleiðsögn
 • Ísklifur
 • Jöklaferðir
 • Fjallamennska
 • Flúðasiglingar
 • Straumvatnskajak
 • Straumvatnsbjörgun
 • Sjókajak
 • Skyndihjálp í óbyggðum

Algengar spurningar um leiðsögunámið

Vegna fjölda fyrirspurna höfum við sett inn svör við nokkrum af algengustu spurningum sem okkur hafa borist, ásamt tengli á heimasíðu TRU sem inniheldur mest allar upplýsingar að útlistun námsbrautarinnar.

 • Hvernig sæki ég um?

  Umsóknum í leiðsögunám í ævintýraferðamennsku (Adventure Sport Certificate) ber að skila rafrænt inn á INNULeiðbeiningar fyrir umsókn [PDF]. Námið hefst næst í lok ágúst 2016.

 • Er hægt að taka þetta með vinnu?

  Um er að ræða fullt nám og því ekki mælst til með að vera í vinnu samhliða.  Hvort hægt sé að vera í hlutastarfi meðfram náminu er spurning um eðli vinnunnar og skipulagshæfileika hver og eins.

 • Er krafa um stúdentspróf?

  Sömu forkröfur eru í námið og almennt eru í kanadíska háskóla. Samkvæmt inntökuskilyrðum TRU þarf íslenskur umsækjandi að hafa náð 19 ára aldri og hafa klárað stúdentspróf. Hægt er að veita undanþágur í ákveðnum tilvikum þar sem þó er krafist minnst helming eininga til stúdentsprófs.

  Við mat á inntöku mun Keilir meta allar umsóknir eftir menntun, fyrri reynslu og útkomu úr inntökuviðtölum.

 • Er krafa um reynslu af fjallamennsku eða vatnasporti?

  Nei – námið er grunnnám í ævintýraferðamennsku.

 • Er námið lánshæft?

  Já. Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku (Adventure Sport Certificate) er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Bæði er lánað fyrir skólagjöldum og framfærslu en það er persónubundið hvert hlutfall lána er til viðkomandi nemenda.  Á vefsíðu LÍN má finna reiknivél sem hægt er að sjá hlutfall námslána.

  Ath. að til að vera lánshæfur, þarf nemandi að vera skráður í fullt nám, eða 60 ECTS einingar á tveimur samliggjandi önnum.

 • Hvað kostar námið?

  Skólagjöld fyrir námsárið 2017-18 eru 1.458.000 kr.
  Þegar umsókn er samþykkt, fær umsækjandinn reikning að upphæð 75.000 kr. sem er óendurkræft skráningargjald og dregst sú upphæð frá námsgjöldum haustannar.

 • Hvað þarf ég að eiga af búnaði?

  Smelltu hér til að sjá lista af búnaði sem mælt er með að eiga í þegar komið er í námið. Listinn er á ensku.

 • Hverjir kenna í náminu?

  Flestir kennarar námsins eru menntaðir frá Thompson Rivers University og allir hafa þeir viðamikla reynslu í hinum ýmsu störfum innan ferðamannageirans.

 • Hvenær hefst námið?

  Kennsla fyrir námsárið 2016 - 2017, hefst í lok 29. ágúst 2016.

 • Hversu mikill er bóklegi hluti námsins?

  Rúmlega helmingur námsins er verkleg kennsla og fer megnið af henni fram víðsvegar um í náttúru Íslands. Fjórir áfangar af tólf í náminu eru bóklegir en að auki eru tveir áfangar að hluta til á bókina. Bóklegir áfangar eru að mestu kenndir yfir vetrarmánuðina nóvember til febrúar. Stefnt er á að blanda bóklegri kennslu með staðarnámi og fjarnámi í framtíðinni.

 • Nánari upplýsingar

  Nánari upplýsingar eru einnig að finna á heimasíðu TRU: www.tru.ca/act/adventure.html