Skipulag náms

Námið er kennt á tveimur önnum, haustönn og vorönn í fjarnámi með staðlotum. 100% mætingarskylda er í staðloturnar og eru þær kenndar í skólahúsnæði Keilis og í World Class í Reykjavík. 

Eftirfarandi áfangar eru kenndir á ensku af erlendum kennurum:

  • Styrktarþjálfun. SOL (Kraftlyftingar og ólympískar lyftingar)  | Dietmar Wolf, fyrrum landsliðsþjálfari Noregs í kraftlyftingum 
  • Mælingar. MÆL(performance testing & measurment) | Rick Howard. MSc, CSCS
  • Gerð æfingarkerfa ll. ÆFS (program design) | Ian Jeffreys, PhD, CSCS

Hér fyrir neðan eru hlekkir á stundatöflur yfir staðarlotur námsins. 

Athugið að stundatöflurnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Vinnuálag

Að jafnaði eru tveir fyrirlestrar í viku (30 - 60 mín hver fyrirlestur skipt upp í 5-15 mín upptöku) í fjarkennslu og leysa nemendur verkefni úr nokkrum fyrirlestrum. Nemendur eru ekki háðir ákveðnum stað og tíma heldur geta þeir stundað námið á þeim tíma sem þeim hentar best (innan tímaramma áfangans). Nemendur hafa aðgang að kennara í gegnum vefpóst á meðan á áfanga stendur.

Staðbundnar vinnulotur eru að meðaltali þrjár til fjórar á haustönn og sjö á vorönn. Staðlotur eru kenndar frá fimmtudegi/föstudegi til sunnudags. Á staðbundnum lotum er mikil áhersla lögð á hagnýt verkefni í bóklegum áföngum og verklega kennslu í þjálfun. 100% mætingarskylda er í allar staðlotur.

Námið er krefjandi og gerðar eru kröfur til nemenda um stöðuga ástundun. Nemendur þurfa að ná að lágmarki 7,0 í verkefnaeinkunn til að öðlast próftökurétt og að lágmarki 7,0 í prófi til að standast próf.

Námsmat er mismunandi í áföngum og hvetjum við nemendur til að kynna sér vel kennsluáætlun í upphafi hvers áfanga.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag námsins má fá hjá Haddý Önnu Hafsteinsdóttur, verkefnastjóra ÍAK-þjálfaranáms.