Námsgjöld fyrir ÍAK styrktarþjálfaranám

Nám í ÍAK styrktarþjálfun er góð fjárfesting fyrir þá sem vilja gera styrktarþjálfun að aðalstarfi, aukastarfi eða einfaldlega fjárfesta til framtíðar í góðri þekkingu á líkamsjálfun og bæta eigin frammistöðu í íþróttum.

  • Heildar námsgjöld fyrir fullt nám eru kr. 610.500
  • Við inngöngu í námið er gefinn út reikningur fyrir staðfestingargjaldi kr. 75.000. Áður en námið hefst er síðan sendur út reikningur fyrir fyrri önninni, kr. 230.250 Þá er sendur úr reikningur fyrir seinni önninni í lok fyrri annar, kr. 305.250
  • Verð fyrir eina önn sem sérhæfingu* (án grunnnáms) er kr. 305.250

* ÍAK útskrifaðir einkaþjálfarar, íþróttafræðingar og sjúkraþjálfarar sem hafa þegar lokið áföngum er jafngilda grunnáföngum íAK styrktarþjálfara og geta því sótt um að fá inngöngu beint í sérhæfingu ÍAK styrktarþjálfara.

Innifalið í námsgjöldum

Innifalið í námsgjöldum er, auk kennsluaðstöðunnar í Sporthúsinu að Ásbrú og kennslunnar, frítt kort í líkamsrækt á meðan á námi stendur. Nemendur sem sækja staðlotur í Reykjanesbæ fá kort í World Class.

Reglur um námsgjöld 2018 - 2019

  1. Staðfestingargjald er innheimt strax að lokinni samþykkt í nám.
  2. Staðfestingargjöld eru óafturkræf, hætti nemandi við að hefja nám hjá Keili.
  3. Staðfestingargjöld eru innheimt fyrir haustönn hjá nemendum í fullu námi (grunn og sérhæfingu) sem og umsækjendum með undanþágu frá grunni. Gjöldin skulu vera að fullu greidd áður en nám hefst á viðkomandi önn eða námsleið.
  4. Nemandi sem ekki hefur greitt gjöld sín þegar önn hefst fær ekki að hefja nám á viðkomandi önn eða námsleið og aðgangi hans að net- og kennslukerfum Keilis er lokað.
  5. Skóla- og efnisgjöld eru óendurkræf, hafi nemandi hafið námið. Vegna sérstakra persónulegra aðstæðna getur nemandi óskað eftir að taka hlé á námi þar til viðkomandi námslína hefst aftur og getur þá átt skóla- og efnisgjöld inni í allt að eitt og hálft ár.
  6. Gjöld skulu greidd með útsendum greiðsluseðli.

Boðið er uppá kortalán. Umsækjendur eru hvattir til að kanna námskeiðsstyrki hjá sínum stéttarfélögum og íþróttafélögum.

Við vekjum athygli á því að samkvæmt 7. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 483/1994, um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, telst til rekstrarkostnaðar kostnaður við námskeið sem tengjast starfinu beint. Tekur það m.a. til námskeiða sem ætluð eru til viðhalds menntun í starfsgrein viðkomandi aðila og til þess að fylgjast með nýjungum í starfsgreininni.