Inntökuskilyrði

ÍAK styrktarþjálfaranámskeiðið er sniðið til að mæta þörfum fólks sem vill sérhæfa sig í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttarfólks, hvort sem er í hópastarfi eða með einstaklingum.

 

Inntökuskilyrði:

  • ÍAK einkaþjálfarapróf (eða grunnur að ÍAK þjálfara)
  • Íþróttafræði BS
  • Sjúkraþjálfun BS
  • Aðrar námbrautir á háskólastigi með grunn úr líffærafræði, lífeðlisfræði, næringarfræði, sálfræði og þjálffræði, geta verið metnar inn.

Ekki er sjálfgefið að háskólagráða í fyrrnefndum fræðum gefi rétt á undanþágu frá grunnönn.

Allir umsækjendur fara í inntökuviðtal hjá forstöðumanni og verkefnastjóra ÍAK.
Umsækjendur eru hvattir til að vanda umsókn og senda inn umbeðin gögn s.s. ferilskrá, afrit af skólaskírteini, persónulegt bréf og passaljósmynd. Í persónulegu bréfi sem óskað er eftir í umsókninni skal umsækjandi m.a. segja frá sjálfum sér, telja fram íþróttareynslu, segja frá hvers vegna sótt sé um námið og hvert markmiðið sé með því að sækja þetta nám.

Öllum umsóknum er svarað. Athugið að fjöldatakmarkanir eru í námsbrautina.