Um ÍAK einkaþjálfaranámið í Keili

Nám í ÍAK einkaþjálfun hjá Keili tekur eitt ár. Áfangarnir eru kenndir í samliggjandi lotum á tveimur önnum og veitir 80 fein einingar sem samsvarar að lágmarki 1.440 vinnustunda (samanstendur af hlustun netfyrirlestra, staðarlota, heimavinnu, verkefnavinnu og þátttöku í námsmati svo sem próftöku). Um er að ræða fullt nám sem er kennt að hluta í fjarnámi. Bókleg kennsla fer að mestu leiti fram í fjarnámi og verkleg kennsla fer fram í staðlotum. Staðlotur eru 3-4 á haustönn og 7 á vorönn.

Fyrri önn sérgreinanna (haust):

 • Vöðva og hreyfifræði (2 áfangar)
 • Lífeðlisfræði þjálfunar
 • Íþróttasálfræði
 • Næringarfræði
 • Starfsumhverfi einkaþjálfara
 • Starfsnám 1

Seinni önn námsins (vor):

 • Styrktarþjálfun
 • Hreyfigreiningar og ástandsmælingar
 • Sértæk næringarfræði (þyngdarstjórnun)
 • Hönnun æfingakerfa
 • Skyndihjálp
 • Starfsnám 2 og 3

Stjórnendur ÍAK meta hverja umsókn fyrir sig út frá námsárangri og fyrri reynslu umsækjenda.

Markmið

Markmiðið með náminu er að skapa framúrskarandi einkaþjálfara sem hafa yfirgripsmikla þekkingu álíkamsþjálfun og heilsurækt og hæfni til að búa til einstaklingsmiðaðar þjálfunaráætlanir á sviði styrktar- og þolþjálfunar sem miða að því að bæta lífsgæði fólks í gegn um líkamsrækt og ráðleggingum um bættan lífstíl.

Aðal áhersla ÍAK einkaþjálfaranámsins er á:

 • meiðslaforvarnir og uppbyggingu eftir meiðsl. Kennt er hvernig er ákjósanlegast að setja upp æfingarkerfi með meiðslaforvarnir í huga og hvernig er hægt að þjálfa einstaklinga með væg stoðkerfameiðsl. Kenndar eru fjölda margar æfingar sem eru viðeigandi við þjálfun á einstaklingum með bak-, axlar- eða hnémeiðsl.
 • verklega kennslu samhliða þeirri bóklegu þar sem starf einkaþjálfarans er fyrst og fremst verklegt starf. Farið er sérstaklega vel í ýmsar æfingar og teygjur, bæði verklega og fræðilega.
 • greiningar og mælingar þar sem "eitt æfingakerfi fyrir alla" gildir ekki í raunveruleikanum heldur er nemendum kennt að greina stoðkerfi einstaklinga út frá líkamsstöðu og hreyfingu. Styrktar- og teygjuþjálfun í kjölfarið byggir á þessum greiningum til að ná hámarksárangri og lágmarka meiðsl.
 • sálfræði með áherslu á æfingasálfræði sem snertir starf einkaþjálfara að stórum hluta. Farið er í markmiðssetningu, samskiptatækni, hvatningu og margt fleira því tengt.
 • næringarfræði þar sem skjólstæðingar einkaþjálfara gera miklar kröfur um næringarfræðiþekkingu hjá þeim. Megin áhersla er lögð á hefðbundna næringarfræði og á vorönn er áhersla lögð á þyngdarstjórnun.
 • gerð æfingarkerfa út frá einstaklingsmiðuðum greiningum og markmiðum viðskiptavinarins.
 • rekstrarumhverfi einkaþjálfara á Íslandi. Sjálfstætt starfandi einkaþjálfari þarf að kunna grunntól viðskiptafræðinnar, s.s. markaðssetningu á netinu, sölutækni, verðlagningu þjónustu og rekstur og stofnun lítilla fyrirtækja.