Skipulag náms

Námið er kennt á tveimur önnum, haustönn og vorönn í fjar- og staðarnámi með vinnuhelgum. Bóklegur hluti námsins er að stórum hluta kenndur í fjarnámi en vinnuhelgar eru staðbundnar í skólahúsnæði Keilis og Sporthúsinu á Ásbrú. 100% skyldumæting er á vinnuhelgar. 
 
Stundatöflur eru birtar með fyrirvara um breytingar
 

Vinnuálag

Að jafnaði eru tveir fyrirlestrar í viku í fjarkennslu (30-60 mín hver fyrirlestur skipt upp í 5-10 mín upptökur) og leysa nemendur verkefni úr nokkrum fyrirlestrum. Nemendur hafa 3 sólarhringa til að hlusta á fyrirlesturinn og vinna verkefnið og eru því ekki háðir ákveðnum stað og tíma heldur geta þeir stundað námið á þeim tíma sem þeim hentar best. Í gegnum fjarfundakerfið geta nemendur sent kennara og samnemendum spurningar um efni fyrirlestursins.

Staðbundnar vinnulotur eru að meðaltali tvær helgar í mánuði frá föstudegi til laugardags eða laugardegi til sunnudags, klukkan 9-16 báða dagana. Á haustönn eru tvær þriggja daga staðlotur og þrjár á vorönn. Á staðbundnum lotum er mikil áhersla lögð áhersla á hagnýt verkefni í bóklegum áföngum og verklega kennslu í þjálfun.

Reynt er að dreifa vinnuálaginu með því að hafa lokapróf áfanga um leið og áföngum er lokið. Námið er mjög krefjandi og gerðar eru miklar kröfur til nemenda um ástundun og kunnáttu. Nemendur þurfa að ná að lágmarki 7,0 í verkefnaeinkunn til að öðlast próftökurétt og að lágmarki 7,0 í prófi til að standast próf.

Próf

Próf fara fram á skrifstofutíma Keilis. Próftafla er birt í upphafi annar en ávallt með fyrirvara um breytingar. Nánari upplýsingar um próf og próftökurétt má nálgast hérna.

Próftafla vorönn 2017

Próftafla er birt með fyrirvara um breytingar

 • Hagnýt styrktarþjálfun 1006 - 31. mars og 1. apríl (nánari tímasetning auglýst síðar) 
 • Sértæk næringarfræði 1004 -  10. maí kl. 9:15-11:15 
 • Starfsumhverfi einkaþjálfara 1006 - 23. maí kl. 9:15-11:15

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag námsins má fá hjá Haddý Önnu Hafsteinsdóttir, verkefnastjóra ÍAK-þjálfaranáms.

Mætingareglur ÍAK einkaþjálfari og ÍAK styrktarþjálfari

Á allar vinnuhelgar er 100% mætingaskylda

Í eftirtöldum 8 bóklegum fögum er þó gefið örlítið svigrúm fyrir óviðráðanlegar fjarverur, s.s. veikindi:

 • NÆR1005
 • LEF 1005
 • VOH 1005
 • SÁL 1005
 • LEF 2005
 • STE 1006
 • ÆFE 1005
 • SNÆ 1004

Þessi fög dreifast yfir allt árið og í þeim fögum þarf heildarmæting samtals að vera yfir 85%.

Talið er í hálfum dögum (punktum), þ.e. að ef nemandi er ekki hluta af morgni telst það sem einn punktur, eða ef nemandi þarf að fara aðeins fyrr eftir hádegið þá er það líka einn punktur. Til að fá skráða mætingu á dagshluta þarf að vera viðstaddur hann allan, frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þannig má nemandi samanlagt í mesta lagi fá fjóra punkta í þessum fögum.

Ef nemandi mætir ekkert tvo daga (ein vinnuhelgi) hefur hann notað alla fjóra punktana sína og þar með þarf hann að vera með 100% mætingu það sem eftir er vetrar. Það þýðir að punktana skal einungis nota sem neyðarúrræði. Nemandi ber ábyrgð á að mætingaskráning á vinnuhelgum sé rétt. T.d. þarf að tryggja að kennari skrái mætingu ef nemandi missir af því þegar lesið er upp.

Í öllum verklegum fögum, þ.e. önnur fög en ofangreind, er 100% mætingaskylda og því gildir punktakerfið ekki í þeim fögum.

Ef eitthvað er óljóst með þessar reglur má hafa samband við Haddý Önnu, verkefnastjóra þjálfaranáms ÍAK eða Skúla Frey námsráðgjafa.