Skipulag náms

Sérnámið er kennt á tveimur önnum, haustönn og vorönn í fjarnámi með staðlotum. Bóklegur hluti námsins er að stórum hluta kenndur í fjarnámi en vinnuhelgar eru staðbundnar í skólahúsnæði Keilis og Sporthúsinu á Ásbrú. Skyldumæting er á vinnuhelgar. 

Eftirtaldir áfangar eru kenndir á ensku af erlendum kennurum: 

  • Starfsumhverfi Einkaþjálfara STE(Business and career development) | Ben Pratt 
  • Æfingakerfi Einkaþjálfunar ÆFE(Program design) | Rick Howard
 

Vinnuálag

Námið er kennt í lotum og notast er við vendinám. Allir fyrirlestrar frá kennurum eru á kennslukerfinu Moodle. Að jafnaði eru tveir fyrirlestrar í viku í áfanga (30-60 mín hver fyrirlestur skipt upp í 5-10 mín upptökur) og leysa nemendur verkefni úr nokkrum fyrirlestrum. Nemendur eru ekki háðir ákveðnum stað og tíma heldur geta þeir hlustað á fyrirlestra á þeim tímum sem henta best. Nemendur hafa aðgang að kennara í gegnum vefpóst og kennslukerfið á meðan á áfanganum stendur.

Staðbundnar vinnulotur eru að meðaltali þrjár til fjórar á haustönn og sjö á vorönn. Staðlotur eru kenndar frá fimmtudegi/föstudegi til sunnudags. Námið er mjög krefjandi og gerðar eru miklar kröfur til nemenda um ástundun og kunnáttu. 

Á allar vinnuhelgar er 100% mætingaskylda.

Námsmat er mismundandi eftir áföngum og hvetjum við nemendur til að kynna sér kennsluáætlanir vel í upphafi hvers áfanga.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag námsins má fá hjá Haddý Önnu Hafsteinsdóttir, verkefnastjóra ÍAK þjálfaranáms.