Námsgjöld

Nám í ÍAK einkaþjálfun er góð fjárfesting fyrir þá sem vilja gera einkaþjálfun að aðalstarfi, aukastarfi eða einfaldlega fjárfesta til framtíðar í góðri þekkingu á líkamsjálfun og hollum lífstíl.

Heildar námsgjöld fyrir námsárið 2018-19 eru kr. 610.500. Við inngöngu í námið er gefinn út reikningur fyrir staðfestingargjaldi kr. 75.000. Áður en námið hefst er síðan sendur út reikningur fyrir fyrri önninni, kr. 230.250. Þá er sendur úr reikningur fyrir seinni önninni í lok fyrri annar, kr. 305.250. 

Innifalið í námsgjöldum

Innifalið í námsgjöldum er, auk kennsluaðstöðunnar í Sporthúsinu að Ásbrú og kennslunnar, frítt kort í World Class á meðan á námi stendur, þó að hámarki eitt námsár.

Reglur um námsgjöld 2018 - 2019

  1. Staðfestingargjald er innheimt strax að lokinni samþykkt í nám.
  2. Staðfestingargjöld eru óafturkræf, hætti nemandi við að hefja nám hjá Keili.
  3. Staðfestingargjöld eru innheimt fyrir haustönn hjá nemendum í fullu námi (grunn og sérhæfingu) sem og umsækjendum með undanþágu frá grunni. Gjöldin skulu vera að fullu greidd áður en nám hefst á viðkomandi önn eða námsleið.
  4. Nemandi sem ekki hefur greitt gjöld sín þegar önn hefst fær ekki að hefja nám á viðkomandi önn eða námsleið og aðgangi hans að net- og kennslukerfum Keilis er lokað.
  5. Skóla- og efnisgjöld eru óendurkræf, hafi nemandi hafið námið. Vegna sérstakra persónulegra aðstæðna getur nemandi óskað eftir að taka hlé á námi þar til viðkomandi námslína hefst aftur og getur þá átt skóla- og efnisgjöld inni í allt að eitt og hálft ár.
  6. Gjöld skulu greidd með útsendum greiðsluseðli.