Inntökuskilyrði

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi haldgóða reynslu af íþróttum og líkamsrækt og séu í nægilega góðu líkamlegu formi til að vera virkir í verklegri kennslu námsins.

Þeir sem hafa lokið háskólaprófi eða stúdentsprófi njóta forgangs í námið. Gerð er lágmarkskrafa um 18 ára aldur og 100 feiningar í framhaldsskóla, bæði almennar greinar og heilbrigðisgreinar. Áhugasamir eru eindregið hvattir til að senda inn umsókn. Starfsfólk aðstoðar umsækjendur við að finna leiðir ef einhverjar forkröfur vantar. Einnig má senda póst á Haddý Önnu Hafsteinsdóttur verkefnastjóra námsins eða Skúla Frey Brynjólfsson námsráðgjafa.

Í persónulegu bréfi sem óskað er eftir í umsókninni skal umsækjandi m.a. segja frá sjálfum sér, telja fram íþróttareynslu, segja frá hvers vegna sótt sé um námið og hvert markmiðið sé með því að sækja þetta nám.

Námið hefst í ágúst ár hvert. Öllum umsóknum er svarað og allir umsækjendur sem koma til greina í námið eru kallaðir til viðtals í inntökuferlinu á Ásbrú. Opnað er fyrir umsóknir í námið 1. febrúar ár hvert. Vegna mikillar aðsóknar í námið eru umsækjendur hvattir til að sækja snemma um, vanda umsókn og senda inn umbeðin gögn s.s. ferilskrá, afrit af skólaskírteini og passaljósmynd.