Fara í efni

ÍAK Einkaþjálfun

Af áhuga sprettur árangur

ÍAK einkaþjálfaranámið er það ítarlegasta á sínu sviði á Íslandi. Markmið námsins er að undirbúa nemendur fyrir störf við þjálfun almennings og mikil áhersla lögð á að heildræna nálgun sem næst með því að tengja bóklega og verklega hluta námsins vel saman. ÍAK einkaþjálfaranámið er sniðið að þörfum þeirra sem vilja starfa sem einkaþjálfarar og einnig starfandi þjálfurum sem vilja auka faglega hæfni sína.

Námið er viðurkennt af Menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi. Heildar einingafjöldi námsins er 180 og þar af eru sérgreinar námsins 80 einingar sem kenndar eru á einum vetri. Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna (áður LÍN). Nánari upplýsingar um námsbrautina má finna á Námsbrautavef Menntamálastofnunar. Að námi loknu hafa nemendur lokið viðurkenndu starfsnámi innan íslenska menntakerfisins og hljóta viðurkenninguna ÍAK einkaþjálfari frá Heilsuakademíu Keilis.

Inntökuskilyrði

Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnskólanámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla. Einnig þurfa umsækjendur að hafa lokið forkröfuáföngum (sjá hér fyrir neðan) áður en nám hefst í sérgreinum. Í einhverjum tilfellum er mögulegt að fá annað nám metið í stað forkröfuáfanga og því mikilvægt að senda inn umbeðin gögn. Við bendum þeim sem ekki hafa lokið forkröfuáföngum að sækja um sem fyrst. Starfsfólk Keilis hefur samband eftir að umsókn hefur borist og aðstoðar umsækjendur við að leita lausna varðandi forkröfuáfangana. 

Allir umsækjendur verða boðaðir í kynningar- og inntökuviðtal. Umsækjendur eru hvattir til að vanda til verka við umsókn og senda inn umbeðin gögn s.s. ferilskrá, afrit af skólaskírteini, persónulegt bréf og passaljósmynd. Í persónulegu bréfi sem óskað er eftir í umsókninni skal umsækjandi m.a. segja frá sjálfum sér, fyrri íþróttaiðkun og hvers vegna sótt sé um námið. Öllum umsóknum verður svarað.

Athugið að fjöldatakmarkanir eru í námsbrautina.

Ertu ekki viss hvort þig vanti forkröfuáfanga? Starfsfólk Keilis aðstoðar þig við að leita lausna varðandi forkröfuáfangana. Í einhverjum tilfellum er mögulegt að fá annað nám metið í stað forkröfuáfanga. Áhugasamir eru því eindregið hvattir til að hafa samband.

Spyrjast fyrir um forkröfuáfanga

Forkröfur sérgreina ÍAK einkaþjálfaranámsins má sjá hér.

Kjarni (63 feiningar) Einingafjöldi 
Danska 5
Bókfærsla  5
Enska (2.þrep)
10
Íslenska (2.þrep)
10
Stærðfræði (2.þrep) 5
Lífsleikni
5
Íþróttir 8
Raungreinar 5
Samskipti 5
Tölvunotkun, upplýsingatækni 5
Heilbrigðisgreinar (37 einingar)   
Heilbrigðisfræði
5
Félagsvísindi 
5
Líffæra- og lífeðlisfræði (1 og 2)
10
Næringarfræði
5
Lýðheilsa
2
Sálfræði
5
Upplýsingalæsi á tölvur og sjúkraskrár
5
  *Nemendur þurfa að hafa gilt skyndihjálparskírteini við útskrift     
Allir umsækjendur þurfa að hafa aðgang að líkamsræktarstöð á meðan á námi í sérgreinum stendur, til þess að tekið á móti skjólstæðingum í þjálfun sem hluta af vettvangsnámi.  

Vantar þig forkröfuáfanga? 

  • Þeim sem hafa ekki lokið öllum forkröfuáföngum er bent á að skoðað úrval þeirra áfanga sem í boði eru á Fjarnámshlaðborði Menntaskólans á Ásbrú. Þeir áfangar henta öllum þeim sem þurfa að uppfylla forkröfur til náms innan deilda Keilis. Þeir eru aðeins kenndir í fjarnámi og nemendur geta því skráð sig, og hafið námið, hvenær sem þeim hentar.
  •  Ef þú ert ekki viss hver staða þín er varðandi forkröfuáfangana þá erum við tilbúin til að aðstoða. 

 

Samsetning og fyrirkomulag náms

Sérgreinar námsins eru kenndar á tveimur önnum, haust- og vorönn, með blöndu af fjarnámi og staðlotum. Bóklegur hluti námsins er að mestum hluta kenndur í fjarnámi en verklegi hlutinn í staðlotum í kennsluaðstöðu Heilsuakademíunnar í húsnæði Keilis á Ásbrú. Skyldumæting er í staðlotur. Nemendur þurfa að hafa aðgang að heilsuræktarstöð á meðan námi stendur.

Fyrri önn sérgreina (haust)

Markmið námsins

Markmiðið með náminu er að skapa framúrskarandi einkaþjálfara sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á líkamsþjálfun og heilsurækt. Viðkomandi skal búa yfir mjög góðri hæfni í gerð einstaklingsmiðaðra styrktar-, þol- og liðleikaþjálfunaráætlana sem miða að því að bæta heilsu og lífsgæði skjólstæðinga.

Megináherslur ÍAK einkaþjálfaranáms eru:

  • Einstaklingsmiðaðar þjálfunaráætlanir byggðar á greiningum og mælingum.
    • Nemendum kennt að greina stoðkerfi einstaklinga út frá líkamsstöðu og hreyfingu og í framhaldi hanna styrktar- og teygjuþjálfunaráætlun til að ná hámarksárangri og lágmarka meiðslahættu.
  • Þjálfunaráætlanir með tilliti til stoðkerfisvanda.
    • Kennt er hvernig er ákjósanlegast að setja upp þjálfunaráætlanir m.t.t. meiðslaforvarna og hvernig þjálfun einstaklinga með væg stoðkerfisvandamál, s.s. bak-, axlar og hnévandamáli fer fram.
  • Verkleg kennsla samhliða þeirri bóklegu.
    • Farið er sérstaklega vel í ýmsar æfingar og teygjur, bæði verklega og fræðilega í staðlotum.
  • Sálfræði þjálfunar.
    • Farið er í markmiðasetningu, samskiptatækni, hvatningu og fleira því tengdu svo ÍAK einkaþjálfarar geti aðstoðað sína skjólstæðinga við að breyta sínum lífsstíl til hins betra.
  • Næringarfræði.
    • Megináhersla lögð á almenna næringarfræði og þyngdarstjórnun þannig að nemendur geti síðar leiðbeint sínum skjólstæðingum varðandi mætaræði.
  • Starfsumhverfi einkaþjálfara á Íslandi.
    • Mikilvægt er fyrir sjálfstætt starfandi einkaþjálfari að kunna grunnatriði viðskiptafræðinnar s.s. markaðssetningu á netinu, sölutækni, verðlagningu þjónustu, og rekstur og stofnun lítilla fyrirtækja.

Að námi loknu

Einkaþjálfari

Góð atvinnutækifæri eru í að gerast einkaþjálfari á heilsuræktarstöð.  Einkaþjálfarar hanna einstaklingsbundnar þjálfunaráætlanir fyrir sína skjólstæðinga og fylgja þeim vel eftir á æfingum. Þeir sem til þekkja segja að starfið sé mjög skemmtilegt og gefandi og ánægjulegt sé að aðstoða fólk við auka hjá sér lífsgæðin.

Minn eigin einkaþjálfari

Áhugafólk um heilbrigðan lífsstíl og einnig afreksíþróttafólk sem vill hámarka árangur sinn og lágmarka líkur á meiðslum hafa sótt sér ÍAK einkaþjálfararéttindi án þess að stefna á að starfa við fagið. Hér er mögulegt að afla sér þekkingar á þjálfun og næringu líkamans þannig að viðkomandi verði sinn eigin einkaþjálfari. Sem dæmi má nefna afreksfólk úr handbolta, körfubolta, knattspyrnu, frjálsíþróttum, aflraunum, golfi og fitness hafa sótt sér ÍAK einkaþjálfararéttindi.

Frekara nám

Nám í ÍAK Einkaþjálfun er góður kostur fyrir þá sem vilja sérhæfa sig á ákveðnu sviði innan heilsuræktar en hafa ekki gert upp hug sinn hvert sviðið skuli vera. Námið gefur góða innsýn í ýmiss sérfræðistörf á sviði heilsu og þjálfunar, t.a.m. íþróttafræði, sjúkraþjálfun, lífeðlisfræði, sálfræði og næringarfræði. 

 

Upplýsingar fyrir nemendur 

Hér má nálgast ýmsar upplýsingar til nemenda s.s. skóladagatal, stundaskrá og bókalista. Birt með fyrirvara um breytingar.

Skólaár 2023-2024 

Algengar spurningar

Get ég stundað námið hvar sem er á landinu? 

Námið er skipulagt sem fjarnám með staðlotum um ákveðna daga. Nemendur geta auðveldlega stundað námið hvar sem er á landinu en þurfa þó að mæta í staðloturnar. Fjölmargir sem búa úti á landsbyggðinni hafa lokið náminu.

Er mögulegt að vinna með náminu?

Ekki er ráðlagt að vinna með náminu þar sem álagið í náminu er mikið. Nemandi þarf því að skipuleggja sig mjög vel ætli hann að vinna hlutastarf með náminu. Sérgreinaárið er telur 80 einingar sem eru fleiri einingar en skilgreiningin á fullu námi á framhaldsskólastigi segir til um, eða 60 einingar á ári. 

Hvað kostar námið?

Upplýsingar um námsgjöld er að finna í verðskrá Heilsuakademíunnar.

Er námið hugsað fyrir fólk á ákveðnum aldri?

Nei, námið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á þjálfun einstaklinga og heilbrigðum lífsstíl. Nemendur okkar hingað til hafa verið á öllum aldri og öllum kynjum.

Er gerð krafa um að nemendur séu í góðu líkamlegu ástandi?

Æskilegt er að nemendur séu færir um að framkvæma þær æfingar sem fylgja líkamsþjálfun almennings til að geta leiðbeint með framkvæmd æfinga. Ekki er gerð krafa um að nemendur séu í afburða líkamlegu ástandi.

Hvaða námslega grunn þarf ég að hafa til að komast inn?

Þar sem brautin er heil námsbraut á framhaldsskólastigi þá þurfa umsækjendur að lokið við áfanga í kjarna og heilbrigðisgreinum (við köllum þessa áfanga gjarnan forkröfuáfanga) brautarinnar áður en nám í sérgreinum hefst. Upplýsingar um hvaða áfangar þetta eru má finna hér en mögulegt er að fá sambærilega áfanga metna í stað þeirra sem taldir eru upp þar. 

Get ég tekið áfanga sem mig vantar uppá til að standast inntökuskilyrðin hjá Keili?

Já, Keilir býður uppá nokkra af þeim áföngum sem tilheyra námsbrautinni og tilheyra forkröfuáföngum. Þessa áfanga má finna á Fjarnámshlaðborði Keilis.

Get ég sótt um án þess að vera búin með forkröfuáfanga? 

já, þú getur sent okkur umsókn án þess að hafa lokið forkröfuáföngum og við aðstoðum þig með að finna út hvaða áfanga þig vantar upp á til að komast inn í sérgreinarnar. Forkröfuáföngum þarf að vera lokið áður en sérgreinarnar hefjast. 

Get ég tekið námslán fyrir skólagjöldum?

Já, Menntasjóður íslenskra námsmanna lánar nemendum fyrir skólagjöldum í ÍAK Einkaþjálfun.

 

Faglegt og skemmtilegt nám hjá ÍAK, kenndi mér mjög mikið sem skilar sér núna til viðskiptavina minna.

Sigga Lilja Gunnarsdóttir - ÍAK einkaþjálfari