Að námi loknu

Nám í ÍAK einkaþjálfun býður upp á ýmsa möguleika og nýtist á marga vegu.

Einkaþjálfun

ÍAK einkaþjálfarar útskrifast úr náminu tilbúnir til þess að taka að sér fólk í líkamsþjálfun hvort sem það er á heilsuræktarstöðvum eða í heimaþjálfun. Könnun sem gerð var á útskrifuðum ÍAK einkaþjálfurum í lok árs 2009 sýnir að ÍAK einkaþjálfarar eru eftirsóttir hjá heilsuræktarstöðvum og hjá þeim sem kaupa þjónustu einkaþjálfara. Könnunin leiddi í ljós að af þeim sem svöruðu sáu 74% þeirra fram á að þjálfa meira árið 2010 heldur en árið 2009. 26% sáu fram á að þjálfa jafnmikið en enginn sá fram á að þjálfa minna.

Minn eigin einkaþjálfari

Stór hópur ÍAK einkaþjálfara sækir námið til þess að sækja sér þekkingu á þjálfun og næringu til að geta verið sinn eigin einkaþjálfari án þess að vilja starfa við einkaþjálfun. Þetta á við um hinn almenna áhugamann um góða heilsu og hreysti og einnig um afreksíþróttamenn sem vilja hámarka árangur sinn í íþróttinni og lágmarka meiðsli. Meðal nemenda í ÍAK einkaþjálfun eru 9 landsliðsmenn í íslenska handboltaliðinu, afreksfólk í körfubolta, frjálsum íþróttum, aflraunaíþróttum, golfi, fitness og fl.

Frekara nám

Nám í ÍAK einkaþjálfun er góður kostur fyrir þá sem vilja sérhæfa sig á ákveðnu sviði innan heilsuræktar en hafa ekki gert upp hug sinn hvert sviðið skuli vera. Nám í ÍAK einkaþjálfun gefur góða innsýn í ýmiss sérfræðistörf á sviði heilsu og þjálfunar, t.a.m. íþróttafræði, sjúkraþjálfun, lífeðlisfræði, sálfræði og næringarfræði.

Styrktarþjálfun

Keilir býður uppá einstaka námsbraut, ÍAK styrktarþjálfari, fyrir þá sem vilja sérhæfa sig í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttamanna.  Forkröfur í námsbrautina eru kenndar sem grunnbraut á haustönn eða að umsækjandi hafi menntun í íþróttafræði, sjúkraþjálfun eða hafa lokið ÍAK einkaþjálfaranámi. 

Sérhæfingin ÍAK styrktarþjálfarinn, er kenndur á einni önn.