ÍAK einkaþjálfun

ÍAK einkaþjálfaranámið er ítarlegasta einkaþjálfaranámið sem er í boði á Íslandi og hefur einkunarorðin fagmennska og þekking að leiðarljósi. Námið miðast við að skila nemendum tilbúnum til starfa við þjálfun og því er mikil áhersla lögð á að tengja fræðina við verklega kennslu og atvinnulífið.

Viðurkennt nám

ÍAK einkaþjálfaranámið er tveggja anna nám (níu mánuðir). Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og veitir 60 fein einingar sem samsvarar að lágmarki 1.080 vinnustunda (samanstendur af hlustun netfyrirlestra, staðarlota, heimavinnu, verkefnavinnu og þátttöku í námsmati svo sem próftöku).

Að námi loknu öðlast útskriftarnemendur viðurkenninguna ÍAK Einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis sem mætir stöðlum Europe Active á fjórða þrepi samkvæmt reglum Evrópusambandsins (Level 4 Personal Trainer).

Fyrir hverja er námið?

ÍAK einkaþjálfaranámið er sniðið til að mæta þörfum ýmissa hópa; fólki sem vill starfa sem einkaþjálfarar, einkaþjálfurum sem vilja bæta við þekkingu sína, almenningi sem vill öðlast þekkingu á sviði þjálfunar og næringar, íþróttafólki sem vill vera meðvitað um eigið líkamlegt hreysti og íþróttafræðingum sem vilja bæta við menntun sína á sviði sérhæfðrar þjálfunar.

Undanþágur frá grunnönn

Til að koma á móts við þá sem hafa þegar menntun á sviði íþrótta og/eða heilbrigðisfræðum (á háskólastigi) en vilja bæta við sig aukinni þekkingu á sviði þjálfunar, geta þeir aðilar sótt um undanþágur frá vissum eða öllum áföngum á grunnönn námsins. Ekki er sjálfgefið að háskólagráða í fyrrnefndum fræðum gefi rétt á undanþágu.  Umsækjendur sendi formlega beiðni um undanþágur frá áföngum grunnannar þar sem gert er grein fyrir ástæðum á undanþágu beiðninni. Beiðnir berist til: iak@keilir.net 

Umsókn um nám

Fyrirspurnum varðandi umsóknarferlið, svarar verkefnastjóri ÍAK 
Haddý Anna Hafsteinsdóttir, haddy@keilir.net