Fara í efni

Umsagnir nemenda

Hér má sjá brot af þeim umsögnum sem útskrifaðir nemendur hafa veitt okkur í gegnum tíðina um nám á Háskólabrú. 

Ásdís Inga Haraldsdóttir | 2022

"Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Keilir sé ein besta menntastofnun á Íslandi, byggi það á reynslu minni og annara nemenda við skólann. Ég hef stundað nám bæði á háskóla- og framhaldsskólastigi við nokkra skóla hér á landi svo ég hef ágætis samanburð. Uppsetning námsins er skýr og skilvirk, einfalt fyrir nemendur að vita hvað sé framundan og hvaða verkefni á að leysa. Kennarar eru upp til hópa einstaklega metnaðarfullir og örlátir á tíma sinn ef til þess kemur að þú þurfir auka kennslu. Annað starfsfólk skólans er ekki síður frábært, þjónustulund og góður andi virðist ríkja heilt yfir allar deildir. Þegar ég fór áfram í háskólanám var ég ótrúlega þakklát fyrir allt sem ég lærði í Keili, skólinn virðist setja námið á háskólabrú upp með þeim hætti að háskólanámið er beint framhald sem þú ert algjörlega tilbúin í. Ekkert kom á óvart. Gef náminu á háskólabrú Keilis fimm af fimm stjörnum!"

Ingvar Ingvarsson | 2021

"Þetta er frábær skóli og skipulagið er mjög þægilegt að taka í mesta lagi tvo áfanga í einu. Það hjálpar mjög mikið ásamt frábærum kennurum. Það skiptir svo miklu máli. Svo eru fyrirlestrarnir þannig að þú getur spólað aftur og aftur ef þú ert í vandræðum. Prófin eru þægileg og það er góður grunnur í öllum fögum fyrir próf.“

Kristinn Frans Stefánsson | 2021

"Námsfyrirkomulagið var fullkomið fyrir mig, ég tók allt námið í fjarnámi og það að geta unnið þetta á mínum hraða, hvort sem það var hægar eða hraðar eftir áföngum, var algjör draumur. Lotu skipulagið hjálpaði mér líka mjög mikið, það munaði öllu að þurfa bara að einbeita sér að tveimur áföngum í einu."

Særún Björg Karlsdóttir | 2021

"Starfsfólk og kennarar eru sérstaklega almennileg og ég upplifði engin vandamál bara lausnir. Mikilvægasta lexía þessa náms var líklega sú að ég uppgötvaði að ég gæti lært því þar lá minn veikleiki þ.e. í trúnni á sjálfa mig. Það eru margir kennarar sem ég mun minnast næstu árin en að öllum öðrum ólöstuðum þá langar mig sérstaklega að hrósa Gísla Hólmari fyrir ómælda þolinmæði og einstaklega mikinn metnað fyrir kennslunni. Takk fyrir mig Keilir!"

Íris Jakobsdóttir | 2021

"Ég er virkilega ánægð að hafa valið Keili. Námsfyrirkomulagið er vel sett upp og er frábært að eiga möguleika að klára nám á miðjum aldri. Viðmót starfsfólks og kennara einkennist af mikilli hlýju og velvilja. Þó Covid hafi sett skrýtinn blæ á námstímann hér kom það ekki niður á náminu eða kennslunni. Fjarnámið hefur rúllað áfram og er einstaklega vel sett upp þannig auðvelt er að bjarga sér sjálfur með þetta góða skipulag. Ég kveð Keili með þakklæti og hlýju og mun betra sjálfstraust."

Hekla Rut Haukdal Magnúsdóttir | 2021

"Mér fannst ótrúlega þægilegt að vera í þessu námi! Ég hef strögglað við að ná að klára stúdentsprófið í hefðbundnu stúdentsnámi, en í Keili var svo auðvelt að fá aðstoð og staðloturnar voru svo góðar til að ná að koma manni í gang og ná manni í gírinn fyrir að klára. Svo er líka geggjað að loturnar séu nokkrar vikur og maður er ekki á kafi í mörgum áföngum í einu heldur getur maður fókusað betur á þessa 2-3 sem maður er í! Ég hefði líklegast aldrei náð þessu ef ekki hefði verið fyrir Keili"

 Guðrún Edda Haraldsdóttir | 2019

„Ég var búin að draga það að klára stúdentsprófið. Þegar ég lét loks slag standa ákvað mamma að koma með mér en hún stóð á tímamótum eftir að hafa selt fyrirtækið sitt. Keilir breytti allri sýn minni á nám, þar öðlaðist ég trú á sjálfri mér. Kennararnir höfðu það mikil áhrif á mig að ég er nú sjálf komin í kennslufræði í Háskóla Íslands.“

 Þorbjörg Guðmundsdóttir | 2016

„Hér er ótrúlegt starfsfólk, kennarar og námsráðgjafar sem halda ótrúlega vel utan um mann. Ég eignaðist marga vini í Keili, vinátta sem er fyrir lífstíð. Ég trúði því í raun ekki að ég ætti eftir að fara aftur í nám. Mig langaði mikið, en ég trúði því bara eiginlega ekki að ég gæti það. En ég hafði rangt fyrir mér - hér fann ég sjálfstraustið til þess að takast á við námið.“

 Pétur Kári Olsen | 2016

"Um leið og ég gekk inn í Keili þá fann ég þessa tilfinningu að hér ætti ég að vera. Það var einstakt andrúmsloft í Keili, og þar eru einstakir kennarar með mikinn metnað. Ég minnist þess sérstaklega að í náminu þá héldust allir í hendur og studdu við bakið hverjir á öðrum. Við vorum eins og ein stór fjölskylda og ég sakna samnemenda minna í dag af því að námstíminn í Keili var einn skemmtilegasti tími lífs míns. Alveg einstaklega skemmtilegt ferðalag."

 Víðir Pétursson | 2016

„Mig langaði að bæta við mig í námi fara úr viðskiptahlutanum og meira yfir í tækni og þurfti því betri aðgang að háskóla og þá varð Keilir fyrir valinu. Námsaðferðirnar hér henta mér mjög vel, þetta vendinám er alger snilld og það að geta stjórnað náminu sínu alveg sjálfur og verið síðan í verkefnavinnu með kennurum, það er rétta leiðin. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið.“

 Sigrún Elísabeth Arnardóttir | 2014

„Ég var búin að gefa upp alla von að fara í nám. Að hafa fengið þetta tækifæri í Keili að læra að læra hefur fleytt manni ótrúlega áfram.“ Að námi loknu nám tók hún grunnnám í sálfræði í fjarnámi Háskólans á Akureyri og framhaldsnám í Háskóla Íslands."

 Margrét Kristín Pálsdóttir | 2008

 „Ég var í hópi fyrsta útskriftarárgangs Háskólabrúar Keilis 2008, þar sem lagður var ómetanlegur grunnur að frekari námi. Námið var í senn krefjandi og skemmtilegt og upp úr stóð það frábæra fólk sem við skólann starfaði sem og samnemendur mínir er margir hverjir teljast til minna bestu vina í dag. Eftir útskrift frá Keili lá leið mín í Háskólann í Reykjavík að nema lögfræði, þar sem ég kláraði BA-gráðu 2011 og ML-gráðu 2013. Fyrir og eftir útskrift hef ég starfað hjá innanríkisráðuneytinu sem lögfræðingur á sviði lögreglumála og í málefnum landamæra.“

Páll Valur Björnsson | 2008

„Ég var 45 ára og átti mér þann draum að fara í nám. Ég stökk á tækifærið þegar það bauðst hjá Keili og sé ekki eftir því. Námið breytti lífi mínu. Ég öðlaðist ofboðslega víðsýni og lærði miklu meira á lífið lærði meðal annars að meta skoðanir annarra. Þetta var ævintýralega skemmtilegur vetur. Ég eignaðist vini fyrir lífstíð og skólinn á stóran hlut í hjarta.“

Við lítum svo á að öll endurgjöf sé jákvæð og ekkert svo fullkomið að ekki megi bæta. Nemendur okkar leggja á okkur gífurlegt traust og við viljum sýna að það sé verðskuldað. Því leitum við að tækifærum til vaxtar í þeim upplifunum sem þau deila með okkur.

Segðu okkur frá þinni upplifun af Háskólabrúnni