Vettvangsferð nemenda í Háskólabrú

Nemendur í Landnámssetri
Nemendur í Landnámssetri

Rúmum þúsund árum síðar hófu 140 nemendur Keilis leit að silfrinu. Þrátt fyrir að leitin hafi engan árangur borið komust nemendurnir að ýmsu í leit sinni. Þeir fóru á slóðir Egils og föður hans Skallagríms um Borgarfjörðinn og fóru á sýningu á Landnámssetrinu í Borgarnesi tileinkaða þessari frægu Íslendingasögu. Síðan var förinni heitið til Hvanneyrar og fengu nemendur kynningu á náminu sem er í boði í Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Nemendur og kennarar voru sammála um að ferðin hafi heppnast með eindæmum vel og vonandi munu allir nýnemar Keilis fara á slóðir Egils sögu í framtíðinni.