Umsóknarfrestur um nám í Háskólabrú fjarnám

Opið fyrir umsóknir í fjarnám Háskólabrúar sem hefst í janúar 2012 og er umsóknarfrestur til 9. desember næstkomandi.

Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis, HÍ og menntamálaráðuneytisins. Markmiðið með náminu er að veita nemendum góðan undirbúning fyrir krefjandi háskólanám.