Sumarútskrift hjá Keili

Hluti útskriftarhóps Háskólabrúar Keilis
Hluti útskriftarhóps Háskólabrúar Keilis

Sumarútskrift Keilis var föstudaginn 16. ágúst síðastliðinn í Andrews theater á Ásbrú.

Við athöfnina útskrifuðust 27 nemendur af Háskólabrú Keilis, 26 úr staðnámi og 1 úr fjarnámi. Flestir útskrifuðust af verk- og raungreinadeild eða 25 talsins. Tveir nemendur útskrifuðust af félagsvísinda- og lagadeild. 

Dúx var Skarphéðinn Þór Gunnarsson með 9 í einkunn.

Starfsfólk og kennarar Keilis óskar hópnum til hamingju með áfangann og velfarnaðar í framtíðinni.