Skólasetning fjarnáms Háskólabrúar

Í dag kl. 13.00 hefjum við nýtt fjarnám Háskólabrúar. Mikil aðsókn hefur verið í fjarnámið frá upphafi og hefja um 140 nemendur nám að þessu sinni.  Nemendur eiga að mæta með tölvur þar sem farið verður yfir kennslukerfi og fyrirkomulag námsins. Staðlotur fjarnáms eru mikilvægar og hlökkum við til að taka á móti hópi nýnema.