Skólasetning Háskólabrúar með vinnu

Skólasetning í fjarnámi Háskólabrúar með vinnu verður föstudaginn 27. nóvember næstkomandi. 

Nýnemar eru beðnir að mæta í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú kl. 10:00, en þá verður farið yfir skipulag námsins, tölvumál og annað er snýr að skólanum. Fyrsti áfanginn í náminu „Upplýsingatækni (UPT)“ hefst svo laugardaginn 28. nóvember kl. 9:00.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Keilis.

Við hlökkum til að sjá ykkur.