Nemendur Háskólabrúar ánægðir með vendinám

Víðir Pétursson lauk fjarnámi í Háskólabrú Keilis 2016 og er afar sáttur við kennslufyrirkomulag nám…
Víðir Pétursson lauk fjarnámi í Háskólabrú Keilis 2016 og er afar sáttur við kennslufyrirkomulag námsins

Kennslusvið Keilis stendur reglulega fyrir könnunum meðal nemenda skólans. Í síðustu könnun voru nemendur Háskólabrúar spurðir sérstaklega út í fyrirkomulag kennslunnar og hvernig þeim líkaði vendinám.

Vendi­nám (sem er þýðing á flipp­ed le­arn­ing) snýst um að kennslunni sé snúið við, að nemendur sæki námsefni og kennslu á netinu heima hjá sér, en leggi meiri áherslu á heimavinnu og hópavinnu í skólanum. Vendinám hefur verið nýtt á Háskólabrú Keilis síðasliðin sex ár með góðum árangri og virðast bæði kennarar og nemendur vera ánægðir með fyrirkomulagið.

Í könnuninni, sem var send á útskrifaða nemendur Háskólabrúar á síðasta ári, svöruðu sjötíu nemendur spurningunni „Hvernig líkaði þér kennsluaðferðin á Háskólabrú: Vendinámið?“ Allir þátttakendur svöruðu spurningunni jákvætt en hér má sjá nokkrar athugasemdir þeirra um fyrirkomulagið:

 • Æðisleg! Erfitt að fara úr vendinámi aftur í „venjulega“ kennslu.
 • Æðislegt, væri til í að þessi aðferð væri í öllum skólum landsins.
 • Frábær aðferð sem hentaði mjög vel. Virkar mun betur en hefðbundin kennsluaðferð. 
 • Hún var frábær, mættu fleiri skólar taka það upp.
 • Mér finnst að vendinám ætti að vera stöðluð kennsluaðferð sérstaklega þegar kemur að námskeiðum í töl- og stærðfræði. 
 • Mesta snilld í heimi. Að geta hlustað aftur og aftur á fyrirlestrana bæði fyrir próf og eins ef maður er illa fyrirkallaður þegar maður hlustar og nær ekki samhenginu þá er alltaf hægt að hlusta aftur og eins fara fram og til baka í fyrirlestrunum.
 • Besta námstækni sem ég hef kynnst.
 • Elskaði hana. Hún var helsta ástæðan fyrir því að að ég valdi mér vendinám aftur.
 • Hentaði mér mjög vel. Vildi að þessi aðferð væri notuð alls staðar.
 • Kennsluaðferðin virkaði vel fyrir mig. Mér finnst hún frábær! 
 • Lærir miklu meira af því að getað hlustað á efnið þegar þú vilt og eins of og þú vilt.
 • Það hentaði mér mjög vel. Ég finn það sérstaklega nuna í háskólanáminu hvað ég væri mun frekar til í vendinám.

Það er óhætt að segja að vendinámið hafi náð til nemenda Keilis og að þau hafi verið ánægð með kennsluhættina. 

Víðir Pétursson lauk fjarnámi í Háskólabrú Keilis 2016 og er hann einn þeirra sem er ánægður með kennsluaðferðirnar á Háksólabrú. „Námsaðferðirnar hér henta mér mjög vel, þetta vendinám er alger snilld og það að geta stjórnað náminu sínu alveg sjálfur og verið síðan í verkefnavinnu með kennurum það er rétta leiðin. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið.“