Myndbönd um speglaða kennslu

Keilir hefur látið vinna upplýsingamyndbönd um speglaða kennslu sem hægt er að nálgast á YouTube rás Keilis.

Á Háskólabrú er lögð megin áhersla á svokallaða speglaða kennsluhætti (flipped classroom).  Með því er átt við að hefðbundinni kennslu er snúið við. Fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu.  Nemendur geta horft/hlustað á kynningarnar eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Þá geta nemendur sent spurningar um efnið til kennara (eða annarra nemenda í hópnum) og fá svör á netinu sem öllum eru opin. Þá eru nemendur hvattir til að nota netið til að finna heppilegt kennsluefni.

Kennslustundir í skólanum verða fyrir vikið öðruvísi. Þar vinna nemendur verkefnin, oftast saman í hóp, og kennarar aðstoða eftir þörfum við úrlausnir. Þar sem þetta form hefur verið reynt virðist lærdómurinn verða lifandi ferli sem virkjar nemendur á skemmtilegan hátt. Þannig er kennslan á Háskólabrú spegluð þannig að nemendur hlusta/horfa á fyrirlestra heima en vinna heimavinnuna í skólanum. Nám er alltaf á ábyrgð nemenda og undirbúningur fyrir verkefnatímana í skólanum er nauðsynlegur til þess að vinnan í skólanum nýtist á virkan hátt.

Hér má sjá upplýsingamyndband um speglaða kennslu