Kennari Háskólabrúar í stjórn RANNUM

Hlíf Böðvarsdóttir
Hlíf Böðvarsdóttir

Hlíf Böðvarsdóttir, kennari á Háskólabrú Keilis, hefur tekið sæti í stjórn RANNUM við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

RANNUM stendur fyrir „Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun“ við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Aðalmarkmið rannsóknarstofunnar er að auka og efla menntarannsóknir og þróunarstörf sem tengjast upplýsingatækni og miðlun.

Mikil þróun hefur átt sér stað í fjarnámi og kennslu, ekki síst í kennaramenntun og á framhaldsskólastiginu og kortleggja þarf þróun í nýtingu upplýsingatækni á öllum skólastigum. RANNUM stefnir að öflugu samstarfi innlendra og erlendra aðila af mismunandi fræðasviðum. Stjórnarseta Hlífar er samstarfsverkefni við Heimili og Skóla og er mikil viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið undanfarin ár í þróun á fjölbreyttum kennsluháttum innan Keilis.