Umsagnir nemenda

Undirbúningurinn sem ég fékk auðveldaði mér að takast á við háskólanámið

„„Ég varð mamma mjög ung og gat ekki sótt menntaskóla eins og jafnaldrar mínir. Ég tók nokkur fög í kvöldskóla en þurfti oft að láta skólann víkja þar sem ég var í krefjandi vinnu og með börn á framfæri. Þegar kreppan skall á missti ég vinnuna og ákvað að líta á það sem nýtt upphaf. Núna er ég á öðru ári í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Það er alltaf erfitt að hefja nám eftir langt hlé, en undirbúningurinn sem ég fékk í Keili auðveldaði mér mjög að takast á við háskólanámið. Í raun var námið stöðug brú inn í háskólann og ég var tilbúin að takast á við verkefnin sem þar tóku á móti mér.““

Snjólaug, nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands

Ég var vel undirbúinn fyrir háskólanámið mitt

„„Í dag er ég í námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Er reyndar kominn með þriðja barnið í hópinn og konan mín er á fyrsta ári í tölvunarfræði eftir að hafa lokið fjarnámi í háskólabrúnni hjá Keili. Við fengum því bæði tækifæri til að leiðrétta kæruleysið sem upp kom í okkar námsferli á framhaldsskólaárunum og koma því í réttan farveg. Ég var vel undirbúinn fyrir námið mitt og er sérstaklega ánægður með þá áfanga sem voru ætlaðir viðskiptafræðilínunni hjá Keili.““

Leó Rúnar, nemandi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands

Námið sem ég stundaði hjá Keili hefur nýst mér afar vel

„„Þegar allt hrundi hér 2008 varð ég atvinnulaus og sá tækifæri til þess að fara í nám. Það hafði ég þráð í mörg ár og hélt að myndi aldrei verða að veruleika. Námið sem ég stundaði hjá Keili hefur nýst mér afar vel og hef ég góðan grunn fyrir námið sem ég er í. Ég valdi það nám vegna þess að mig langar til þess að geta hjálpað væntanlegum nemendum mínum að öðlast það sjálfstraust sem ég öðlaðist í mínu námi. Að hafa trú á því að maður geti lært er svo mikils virði og hvetur mann til þess að takast á við verkefni og ögra sjálfum sér“.“

Una Kristín, nemandi í kennarafræði við Háskólann á Akureyri

Ein af bestu ákvörðunum lífs míns

„Fyrir ári síðan skráði ég mig í háskólabrúnna í Keili og sé svo sannarlega ekki eftir því. Nú eru bara örfáir dagar eftir af náminu og bráðum fæ ég húfuna sem mig hefur dreymt um svo lengi! Án nokkurs vafa ein af bestu ákvörðunum lífs míns!“

Særún Lea Guðmundsdóttir

Keilir er góður undirbúningur fyrir háskólanám

„Ég lauk Háskólabrú í fjarnámi í mars 2011. Í vor lauk ég BA-prófi í íslensku við Háskóla Íslands og nú stunda ég meistaranám í íslenskri málfræði við sama skóla. Í námi mínu hef ég séð hvernig góður undirbúningur og þjálfun í framsetningu efnis og vönduðum frágangi verkefna skiptir sköpum og hvernig vel var að því staðið í mínu undirbúningsnámi í Keili. Takk fyrir þetta!“

Guðrún L. Guðjónsdóttir

Háskólabrú Keilis breytti lífi mínu

„Ég var 45 ára og átti mér þann draum að fara í nám. Ég stökk á tækifærið þegar það bauðst hjá Keili og sé ekki eftir því. Námið breytti lífi mínu. Ég öðlaðist ofboðslega víðsýni og lærði miklu meira á lífið – lærði meðal annars að meta skoðanir annarra. Þetta var ævintýralega skemmtilegur vetur. Ég eignaðist vini fyrir lífstíð og skólinn á stóran hlut í hjarta.“

Páll Valur Björnsson, alþingismaður

Eftir námið hjá Keili stóðu mér allar dyr opnar

„Ég hélt að ég væri orðin of gömul fyrir háskólanámið sem mig langaði í. Eftir námið hjá Keili áttaði ég mig hins vegar á því að mér stóðu allar dyr opnar. Háskólabrú Keilis er frábær undirbúningur fyrir háskólanám.“

Berglind Sigurþórsdóttir