Upplýsingar fyrir nýnema í fjarnámi

Skólasetning í Fjarnámi Háskólabrúar verður fimmtudaginn 5. janúar kl. 10:00 í aðalbyggingu Keilis, Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Dagskrá skólasetningar er:

  • 10:00- 10:45  Móttaka nýnema í stofu B-6 (Berglind Kristjánsdóttir forstöðumaður)
  • 11:00 - 11:45  Kennslukerfi Keilis (Agnar Guðmundsson, tölvudeild)
  • 13:00 - 16:00  Hópefli

Gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema

Hægt er að nálgast almennar upplýsingar um aðstöðu, opnunartíma bygginga, þjónustu, íbúðir, samgöngur og umhverfið á Ásbrú, á síðu fyrir nýnema hjá Keili. Gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema
 

Fartölvur

Nemendur hafa fartölvur meðferðis á vinnuhelgi með Office 2010 eða Office 2013. Þeir sem nota Apple tölvur þurfa að vera með Mac Office 2011.
 

Námsráðgjafi

Námsráðgjafar eru til viðtals alla daga kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00. Nemendur sem eiga við námsörðugleika að stríða þurfa að skila inn greiningargögnum til að fá sértæk úrræði, t.d. í prófum.
 

Handbækur nemenda

Hér má nálgast handbækur nemenda í Keili.