Sumarútskrift hjá Keili

Sumarútskrift hjá Keili 26 nemendur útskrifuđust af Háskólabrú föstudaginn 17. ágúst síđastliđinn.

Sumarútskrift hjá Keili

26 nemendur útskrifuðust úr verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar föstudaginn 17. ágúst síðastliðinn, 21 úr staðnámi og fimm úr fjarnámi. Athöfnin fór fram í Andrews Theater á Ásbrú að viðstöddu fjölmenni. Dúx að þessu sinni er Haukur Óli Ottesen með meðaleinkunnina 8,97.

Valdimar Guðmundsson og Björgvin Ívar Baldursson fluttu tónlistaratriði við úskriftina. Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis og Soffía Waag Árnadóttir forstöðumaður Háskólabrúar fluttu ávörp, auk þess sem Eiríkur George Huijbens flutti ræðu útskriftarnema. 

Myndir frá sumarútskrift Keilis