Verðskrá Flugakademíu Keilis

Verðskráin gildir frá 1. janúar 2018 og er birt með fyrirvara um breytingar. Verðin eru gefin upp í Evrum (EUR) og íslenskum krónum (ISK) og miðast við gengi dagsins hjá Seðlabanka Íslands. Nánari upplýsingar fást í gegnum fyrirspurnir á netfangið flugakademia@keilir.net.

 • Almennt

  Hér má finna almennar upplýsingar um verð, greiðsluform og aðrar upplýsingar hjá Flugakademíunni

  • Almennar upplýsingar um greiðslur

   Almennt

   • Allt nám Flugakademíunnar er almennt greitt fyrirfram. Öll innborgun fer á innistæðu viðskiptavins sem er honum aðgengileg og sýnileg meðan á námi stendur en dregið er frá innistæðu eftir hvert flogið flug.
   • Bókleg námsskeið eru gjaldfærð frá innistæðu tvem vikum áður en það hefst eða eftir nánara samkomulagi
   • Greiðslum er almennt dreift yfir lengri námstímabil þannig að gert sé ráð fyrir nægri innistæðu fyrir þjálfun á hverjum tíma.
   • Hægt er að skipta eða dreifa greiðslum gegn þjónustugjaldi.
   • Greiðsluseðlar eru almennt sendir út með tölvupósti og birtast þá ekki á heimabanka. Upplýsingar um greiðsluform berast í sama pósti.

   Erlendir Gjaldmiðlar

   Þar sem nám Flugakademíunnar eru markaðssett að stórum hluta erlendis eru mörg námsskeið og verð framsett í erlendum gjaldmiðlum.

   • Ef námið er gefið upp í erlendum gjaldmiðli gildir miðgengi seðlabanka Íslands á þeim degi sem greiðslan er ynnt af hendi. Dragist greiðsla frammyfir eindaga skal miðast við gengi á eindaga en búast má við reikningi fyrir dráttarvöxtum.
   • Þegar verð miðast við erlendan gjaldmiðil er það gjarnan feitletrað og birtist þá umreiknað verð í íslenskum krónum og einungis til upplýsinga þar sem gengið er breytilegt dag frá degi.
   • Erlendir gjaldmiðlar birtir á heimasíðu eru umreiknaðir til upplýsinga á eftirfarandi gengi. Athugið að gengið er uppfært handvirkt á heimasíðu en hægt er að nálgast nákvæmari upplýsingar á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 
    • Evra € 1
    • Sterlingspund £ 1

   Greiðslumiðlar

   • ef greitt er með American Express, þá bætist við 2.9% aukagjald
   • ef greitt er með öðrum kredit kortum bætist við 1.35% aukagjald
  • Einingarverð

   Eftirfarandi verðskrá tekur gildi frá og með 1. janúar 2016

   Flugvél / Flughermir Verð á klukkustund (blokktíma)
   Diamond DA-20 € 170 pr. klst
   Diamond DA-40 € 220 pr. klst.
   Diamond DA-42 € 480 pr. klst.
   Redbird MCX flughermir € 125 pr. klst.
      

   Flugkennari (verð á klst)

   Flugkennari (flugkennsla og fyrir- og eftir-flugskennsla) € 50 pr. klst.
  • ICAO Enskumat

   ICAO Enskumat Verð: IKR 19.500
 • Atvinnuflugmannsnám

  Tvær meginleiðir eru að Atvinnuflugmannsnáminu.

  Einnig er hægt að sækja um staka áfanga, upprifjun, framlengingu og endurnýjun skírteina og áritana og má finna verð hér að neðan.

  • Samtvinnað Atvinnuflugmannsnám (IPPP - Integrated Professional Pilot Program)

   Samtvinnað atvinnuflugmannsnám inniheldur þjálfun frá fyrsta flugi og þar til nemandi útskrifast með full réttindi sem atvinnuflugmaður. Verðskráin er uppfærð 2. janúar 2018.

   Verð: € 73.990

   Námið er lánshæft hjá LÍN, þrjár annir af fimm. 

   Athugið að þeir sem koma inn í Samtvinnað nám ekki með Einkaflugmannsskírteini fá ekki fyrstu önnina metna hjá LÍN.

   Innifalið í námsgjöldum

   • Öll nauðsynleg námsgögn
   • ATPL námsbækur frá OAA - Oxford Aviation Academy
   • Aðgangur að kennslukerfi Keilis og OAA
   • Allur nauðsynlegur útbúnaður fyrir bóklega þjálfun (Plotter, flugreiknistokkur, Jeppesen leiðarbækur ofl.)
   • Skyrtur, bindi og strípur
   • Bókleg skólapróf samkvæmnt stundaskrá (fyrsta seta)

   Ekki innifalið í námsgjöldum

   • Upptökupróf / frestun á skólaprófi

   6.000 kr.

   • Prófgjöld flugmálastjórnarprófa
    (fyrir hvert próf, 14 próf)

   5.340 kr.

   • Árlegar heilbrigðisskoðanir fluglækna
    um 25.000 kr. á ári
   • Færniprófgjöld prófdómara Samgöngustofu
   um 60.000 kr. á próf
   • Skíirteina- og umsóknagjöld Samgöngustofu
    

    

   Nánari upplýsingar

  • Áfangaskipt Atvinnuflugmannsnám (Advanced Training Program)

   Áfangaskipt atvinnuflugnám er samsett mörgum áföngum. Allir áfangar innihalda nauðsynlega kennslu og kennslugögn.

   • Bóklegt atvinnuflugnám (ATPL Theory)
   € 8.490
   • Verklegt atvinnuflugnám (CPL/ME/IR)
    • Blindflug (Instrument Rating)
     40 tímar á DA40
     15 tímar á DA42
    • Fjölhreyflaáritun (MEP)
     6 tímar á DA42
    • Verkleg atvinnuflugþjálfun (CPL)
     15 tímar á DA40
    • Færnipróf CPL/ME/IR
     3 tímar á DA42
   € 30.620
   • Áhafnasamstarf á þotu (MCC og JOC)
    20 tímar á B757 hreyfanlegum flughermi
   € 5.690
     € 44.800

    

   Nánari upplýsingar

  • Bóklegt Atvinnuflugmannsnám (ATPL Theory)

   Bóklegt atvinnuflugmannsnám í 650 klst námskeiði sem kennt er á tveimur önnum. Innifalið í skólagjöldum eru einkennisfatnaður, kennslubækur, afnot að Ipad, aðgangur að fjarnámskerfi fugakademíunnar þar sem er að finna mikið magn af útskýringum, verkefnum og öðru efni tengdu hverju fagi fyrir sig, nemendur þurfa að eiga flugreiknistokk og plotter.  Tekið er á móti nýjum nemendum í bóklegt nám bæði á haustin og strax eftir áramót

   Atvinnuflugmannsnám er nú lánshæft hjá LÍN, bæði bóklegt nám og verklegt atvinnuflugmannsnám.

   Verð: € 8.490

   Innifalið í námsgjöldum

   • ATPL námsbækur frá OAA - Oxford Aviation Academy
   • Aðgangur að kennslukerfi Keilis og OAA
   • Allur nauðsynlegur útbúnaður fyrir bóklega þjálfun (Plotter, flugreiknistokkur, Jeppesen leiðarbækur ofl.)
   • Skyrtur, bindi og strípur
   • Bókleg skólapróf samkvæmnt stundaskrá (fyrsta seta)

   Ekki innifalið í námsgjöldum

   • Upptökupróf / frestun á skólaprófi

   6.000 kr.

   • Prófgjöld flugmálastjórnarprófa
    (fyrir hvert próf, 14 próf)

   5.340 kr.

    

  • Verklegt atvinnuflugnám (CPL/ME/IR)

   Verklegt atvinnuflugmannsnám samanstendur af þrem megin áföngum. Hægt er að taka staka áfanga en þá breytast tímakröfur og verð lítillega.

    

   • Blindflugsáritun (IR)
    40 tímar á DA40
    15 tímar á DA42
   € 19.800
   • Fjölhreyfla Áritun (ME)
    6 tímar á DA42
   € 3.680
   • Verkleg atvinnuflugþjálfun (CPL)
    15 tímar á DA40 og DA42
   € 5.700
   • Færnipróf CPL/ME/IR
    3 tímar á DA42
   € 1.440
     € 30.620

    

   Nánari upplýsingar

  • Fjöláhafnasamstarf á þotu (MCC and JOC)

   Fjöláhafnasamstarf á þotu felur í sér 20 klst í flughermi ásamt viðeigandi kennslu og kennsluefni. Almennt er viðbótartíma ekki þörf.

   Verð: € 5.690

   Nánari upplýsingar

  • Endurnýjun réttinda

   Til að viðhalda færni og áritunum þarf flugmaður reglulega að mæta vissum kröfum reglugerða um flugskírteini. Keilir bíður uppá upprifjunarþjálfun fyrir upprifjun, framlengingu eða endurnýjun áritanna og er algengustu framlengingum og endurnýjunum er líst hér að neðan. Í öllum tilvikum má senda fyrirspurnir og beiðnir á flugakademia@keilir.net.

   Öll þjálfun og útleiga miðast við gildandi verðskrá og einingarverð. Þjálfun gerir ráð fyrir viðeigandi kennslu og kennslugögnum ásamt útleigu viðeigandu flugvélar til hæfni- eða færniprófs með prófdómara en prófgjöld eru hins vegar ekki innifalin.

   Ef skírteini er útgefið af öðru aðildarríki EASA en Íslandi ber flugmanni að kynna sér allar viðeigandi kröfur og reglugerðir er lúta að þjálfuninni en alla jafna þarf prófdómari að hafa hlotið samþykki af viðeigandi aðildarríki áður en sótt er um hæfni- eða færnipróf.

   Nánari upplýsingar

 • Einkaflugmannsnám

  Einkaflugmannsnáminu er skipt í bóklegt og verklegt nám.

  Bóklegt nám inniheldur kennslu og kennslugögn, aðgang að kennslukerfi og lágmarksbúnað svo sem plotter, flugreiknistokkur, sjónflugskort og fleirra.

  Verð: € 1.800

  Verklegi hluti námsins felur í sér a.m.k. 45 tíma í DA20 eins-hreyfils flugvél,  DA-20-C1. Ef nemandi þarf fleiri flugtíma greiðast þeir á verði skv verðskrá hverju sinni.

  Verklegt einkaflugnám felur í sér a.m.k. 45 klst flugkennslu í eins-hreyfils flugvél ásamt viðeigandi kennslu og kennslugögnum. Verð miðast við að allt nám sé tekið á DA20.

  Ef nemandi þarf fleiri flugtíma greiðast þeir á verði skv verðskrá hverju sinni. Prófgjöld Samgöngustofu eru ekki innifalin.

  Verð frá: € 10.740

  Nánari upplýsingar

 • Flugkennaraáritanir

  • Flugkennaraáritun (FI)

   Bóklegt og verklegt nám fyrir flugkennaraáritun

   Verð: € 8.250

   Nánari upplýsingar

  • Blindflugskennaraáritun (IRI)

   Fullt verð fyrir Blindflugskennaraáritun bóklegt og verklegt nám.

   Verð: € 2.015

   Innifalið er aðgangur að námskerfinu Moodle og kennslugögn, notkun á hermi fyrir próf. Verð fyrir handhafa flugkennararéttinda er breytilegt eftir reynslu umsækjanda.

   Verð frá: € 1.082

   Nánari upplýsingar

 • Flugvirkjun

  Námið er 2.400 klst. sem veitir nemanda að því loknu heimild til að komast í starfsnám hjá samþykktum Part 145 viðhaldsaðila sem flugvirkjanemi (ATH: Ekki innifalið) í um það bil 24 mánuði sem lýkur síðan með sveinsprófi flugvirkja með áritun til viðhalds flugvéla útbúnum túrbínum. Innifalið í skólagjöldum er fjögurra vikna námsferð í verklega þjálfun hjá AST í Perth í Skotlandi.

  Nám hjá AST/Perth College er samþykkt af Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN).

  Verð: 4.490.000 ISK