Afmælisdagskrá og opið hús hjá Keili

Fagnaðu með okkur tíu ára afmæli Keilis þann 4. maí 2017, kl. 15 - 16:30, í Andrews Theater á Ásbrú, Reykjanesbæ. 

Meðal gesta verða Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Kristján Þór Júlísson, menntamálaráðherra. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, mun stýra umræðum um framtíð menntunar og Keilir mun veita fyrstu vendinámsverðlaunin fyrir þann kennara sem hefur skarað fram úr í innleiðingu nýrra kennsluhátta. Valdimar Guðmundsson og Jónína Aradóttir sjá um tónlistaratriði auk þess sem Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar.

Smelltu hér til að skrá þig á afmælisdagskrá og málþing um framtíð menntunar

Að lokinni dagskrá verður opið hús og léttar veitingar í aðalbyggingu Keilis til kl. 18.

Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs hóf starfsemi á Ásbrú í Reykjanesbæ 4. maí 2007. Á þessum tíma hafa samtals 2.799 aðilar útskrifast úr deildum skólans. Í tilefni af afmælisárinu hefur skólinn safnað sögum og viðtölum við hluta þeirra nemenda og birt á heimasíðunni www.keilir.net/10ara