Viltu starfa sem flugkennari?

Vegna aukinna umsvifa óskar Flugakademía Keilis eftir að ráða kennara í verklega flugkennslu í sumar. Umsækjendur verða að hafa atvinnuflugmannsréttindi CPL(A), flugkennaraáritun FI(A) og blindflugsáritun IRI, auk enskukunnáttu á stigi fimm eða sex.

Ef þú hefur áhuga á því að gerast flugkennari hjá Flugakademíu Keilis eða ef þú hefur einhverjar spurningar biðjum við þig um að senda ferilskrá þína á netfangið cfi@keilir.net.


Tengt efni