Verkleg þjálfun flugvirkjanema í Skotlandi

Nemendur í flugvirkjanámi Keilis hjá AST í febrúar 2017
Nemendur í flugvirkjanámi Keilis hjá AST í febrúar 2017

Flugakademía Keilis býður upp á bóklegt og verklegt réttindanám flugvirkja fyrir þá sem vilja öðlast alþjóðleg starfsréttindi og starfa í fjölbreyttu starfsumhverfi.

Innifalið í skólagjöldum er fjögurra vikna námsferð í verklega þjálfun hjá AST í Skotlandi þar sem nemendur fá einstakt tækifæri til að sækja alþjóðlega reynslu og efla tengslanet sitt, ásamt því að læra verklags- og vinnureglur í einum virtasta flugvirkjaskóla Evrópu.

Samstarfsaðili Flugakademíu Keilis í flugvirkjanámi skólans, AST (Air Service Training) í Skotlandi, vann nýverið ein virtustu verðlaun sem eru veitt breskum fyrirtækjum og stofnunum The Queen's Award for Enterprise International Trade 2015“. Skólinn er viðurkenndur „Part 147“ þjálfunaraðili til útgáfu flugvirkjaréttinda samkvæmt gæðastöðlum EASA og er hluti af Perth College og University of Highlands and Islands (UHI) í Perth í Skotlandi. AST hefur starfrækt flug- og flugvirkjaskóla í 79 ár á Bretlandseyjum og víðar.

Við erum gífurlega stolt af því að vera í samstarfi við AST um að bjóða upp á vandað flugvirkjanám á Íslandi enda eru verðlaunin mikil gæðavottun fyrir starfsemi þeirra. Nánari upplýsingar um verðlaunin má nálgast á heimasíðu AST.

Kynntu þér alþjóðlegt flugvirkjanám í fremstu röð á vegum Flugakademíu Keilis og AST. Umsóknarfrestur er til 15. maí næstkomandi. 

 

Tengt efni