Velheppnaðar Flugbúðir Keilis

Frá Flugbúðum Keilis
Frá Flugbúðum Keilis

Flugbúðir Keilis fóru fram 15. - 16. febrúar og var að venju margt spennandi að sjá fyrir þáttakendur. Flugbúðirnar voru skipulagðar að þessu sinni sem tveggja daga helgarnámskeið fyrir 16 ára og eldri og tóku þátt 15 manns á aldrinum 16 – 45 ára. Flugbúðir er nýung í flugmenningunni á Íslandi en hugmyndin á sér erlenda fyrirmynd. 

Báðir dagarnir hófust í kennslustofu Keilis, þar sem flugkennarinn Júlíus Gunnar Sveinsson veitti þátttakendum innsýn inn í öll helstu fög flugnámsins. Þar var stiklað á stóru í veðurfræði, flugeðlisfræði, flugsögu, flugvélfræði og flugleiðsögu. Góðir gestir komu í heimsókn, flugumferðarstjórinn Sif Aradóttir sagði frá starfi sínu í flugturninum og Jóhann Axel Thorarensen millilandaflugmaður sagði frá daglegu lífi sínu í flugstjórnarklefanum. 

Eftir gómsætan hádegismat á Langbest voru seinnipartarnir notaðir í vettvangsferðir. Rúta frá Hópferðum Sævars kom hópnum örugglega á milli staða og fyrsta stopp var Flugturninn á Keflavíkurflugvelli. Þar var farið yfir það hvernig allri umferð um völlinn er stjórnað úr turninum, hvort sem um er að ræða flugumferð eða umferð á jörðu niðri. Útsýnið úr turninum þennan fallega laugardag toppaði svo alveg þessa skemmtilegu heimsókn. 

Næsta námskeið í Flugbúðum Keilis verður haldið í sumar. Nánari upplýsingar hérna.


Tengt efni