Umsókn um samtvinnað atvinnuflugmannsnám

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám - IPPP hefst 19. janúar 2018. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2017 en undanfarnir bekkir hafa verið fullskipaðir þannig að við hvetjum áhugasama um að sækja um sem fyrst.

Flugakademía Keilis býður fyrstur skóla á Íslandi upp á svokallað Samtvinnað Atvinnuflugmannsnám (IPPP - Integrated Professional Pilot Program). Nemendur á þessari námsleið geta hafið nám án nokkurs grunns í flugi eða sem handhafar einkaflugmannsskírteinis.

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám er krefjandi og skemmtilegt og tekur um 18 mánuði í fullu námi sem er skipulagt frá upphafi til enda. Námsleiðinni fylgir góð heildaryfirsýn og utanumhald um framvindu námsins sem skilar sér í markvissara námi. Þar með er samtvinnaða atvinnuflugmannsnámið mjög skilvirk og hagkvæm námsleið sem kemur umsækjandanum fyrr og betur út á atvinnumarkaðinn.

Nánari upplýsingar og umsókn um nám


Tengt efni