Umsókn um flugvirkjanám

Yfir 60 manns stunda flugvirkjanám á vegum Flugakademíu Keilis og AST, en fyrst var boðið upp á námið haustið 2013. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í flugvirkjanámið sem hefst næst í ágúst 2015. Umsóknarfrestur er til 1. maí næstkomandi.

Um er að ræða fimm anna samþykkt nám fyrir flugvirkja „Approved IR Part 66 Category B“ sem er bóklegt og verklegt iðnnám flugvirkja. Námið tekur mið af námsskrá sem gefin er út af EASA samkvæmt samevrópski útgáfu skírteina og sér AST um framkvæmd og ber faglega ábyrgð á gæðum námsins. Þeir sem ljúka flugvirkjanámi hjá AST öðlast öll þau réttindi sem EASA 145 viðhaldsfyrirtæki krefjast við ráðningu flugvirkja fyrir nútíma flugvélar. 

Nám í flugvirkjun er fyrir þá sem vilja öðlast alþjóðleg starfsréttindi og starfa í fjölbreyttu starfsumhverfi að viðhaldi flugvéla af öllum stærðum og gerðum. Miklir alþjóðlegir atvinnumöguleikar eru fyrir flugvirkja og góð tækifæri til frekari menntunar og starfsþróunar.

Umsóknarfrestur er til 2. maí næstkomandi.

Kynntu þér flugvirkjanám Keilis og AST á www.flugvirkjun.is.


Tengt efni