Umsókn um flugnám

Tekið er við umsóknum í einka- og atvinnuflugmannsnám Flugakademíu Keilis allt árið um kring og hefjast námskeið í atvinnuflugmannsnámi (bæði modular og samtvinnað) þrisvar sinnum á ári. Umsóknarfrestur um atvinnuflugmannsnám er fjórum vikum fyrir upphaf kennslu. Nánari upplýsingar um komandi námskeið má nálgast á heimasíðu Flugakademíunnar.

Flugakademía Keilis býður upp á fjölbreytt flugtengt nám í framsæknum skóla sem undirbýr nemendur fyrir störf í alþjóðlegu umhverfi. Lögð er áhersla á nútímalega kennsluhætti og eru kennsluvélar skólans þær nýjustu og tæknivæddustu á landinu. Staðsetning skólans við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík felur í sér einstaka aðstöðu til kennslu flugtengdra greina. Í öllum fögum sem kennd eru við Flugakademíu Keilis er notað öflugt fjarnámskerfi sem nýtist jafnt nemendum í fjarnámi sem og þeim sem eru í staðnámi við skólann.

Tæknivæddar kennsluvélar og fullkominn flughermir

Flugakademía Keilis starfrækir níu Diamond kennsluvélar, þær nýjustu og fullkomnustu á landinu, búnar flug- og hreyfilskjákerfi í stað hefðbundinna mælitækja (glass cockpit). Auk þess tók hefur skólinn fullkominn og hreyfanlegan flughermi sem styður flugnemann í verklegu námi. Flughermirinn nýtist til æfinga allt frá grunnstigum þjálfunar, svo sem hliðarlendingum, að fjölhreyfla og fjöláhafna flugvélum. Í flugherminum er tækjabúnaður og skjámynd sem umlykur flugmanninn þannig að hann hefur öll stjórntæki flugvélar ásamt 180° sjóndeildarhring út fyrir flugvélina. Hreyfigeta tækisins gerir upplifunina raunverulegri og þægilegri fyrir bæði kennara og nemanda. 

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám

Flugakademía Keilis er eini flugskólinn á Íslandi sem býður upp á samtvinnað flugnám til atvinnuflugmannsréttinda (ATPL Integrated Flight Training Program). Þar byrjar flugneminn á fyrsta degi í þjálfun til atvinnuflugmannsskírteinis í stað þess að ljúka fyrst einkaflugmannsréttindum. Í þessu námi er bæði bókleg og verkleg kennsla samtvinnuð og fá nemendur úthlutað tímum í flugkennslu frá skólanum fram í tímann. Námið er þaulskipulagt, er lánshæft frá fyrsta degi og tekur aðeins átján mánuði í fullu námi. Nemendur geta þó einnig klárað fyrst einkaflugmannsprófí Flugakademíu Keilis og haldið síðan áfram í atvinnuflugmannsnámið. 

Kennsluefni og kerfi frá Oxford Aviation Academy

Flugakademía Keilis notar bæði kennslubækur og kennslukerfi frá Oxford Aviation Academy sem er einn stærsti og virtasti flugskóli í heiminum. Kennslukerfið gerir það að verkum að nemendur geta nálgast öll námskeið og kennsluefni á rafrænan máta. Nemendur í atvinnuflugmannsnámi fá ekki einungis aðgang að bókakosti, heldur fá allir nemendur spjaldtölvu þar sem hægt er að nálgast kennsluefni Oxford. Að auki eru kennarar og leiðbeinendur Flugakademíu Keilis framarlega í nýstárlegum kennsluháttum sem miðast við að mæta kröfum og þörfum nútíma nemenda.


Tengt efni