Þriðja DA40 kennsluvélin á leiðinni

Nýja DA40 vélin í samsetningu
Nýja DA40 vélin í samsetningu
Flugakademía Keilis hefur fest kaup á þriðju DA40 flugvél skólans frá austurríska flugvélaframleiðandanum Diamond.
 
Búist er við vélinni til Íslands í mars á næsta ári og verður hún þriðja flugvélin af þessari gerð í flugflota skólans. Alls verður Flugakademían þá með níu flugvélar til að anna verklegri þjálfun nemenda í einka- og atvinnuflugmannsnámi við skólann.
 
Nýja flugvélin verður með tæknivæddustu kennsluvélum á landinu og meðal annars búin sjálfstýringu og veðursjá. Flugakademía Keilis hefur einnig yfir að ráða fullkomnustu kennsluvél á landinu, tveggja hreyfla Diamond DA42 sem er meðal annars búin afísingarbúnaði og uppdraganlegum hjólabúnaði. 
 
Nánari upplýsingar um flugvélar Flugakademíu Keilis má nálgast hér.

Tengt efni