Starf í flugumsjón og þjálfunardeild Flugakademíu Keilis

Flugakademía Keilis óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í flugumsjón og þjálfunardeild skólans (FTA - Flight Training Administrator).

Meðal verkefna er daglegt utanumhald og stuðningur við verklega þjálfun flugnemenda skólans. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða tölvukunnáttu, reynslu af Excel og góða færni í íslensku og ensku bæði í rituðu og töluðu máli.

Ráðið er í fullt starf og hvetjum við jafnt konur sem karla um að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir Rúnar Árnason forstöðumaður Flugakademíu Keilis á netfangið runar.arnason@keilir.net eða í síma 578 4000.


Tengt efni