Skólasetning í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám (Integrated Professional Pilot Program) í Flugakademíu Keilis hefst 26. ágúst. Námið tekur einungis átján mánuði, er kennt á ensku og er lánshæft hjá LÍN.

Líkt og undanfarin ár er mikil ásókn í flugnám hjá Keili og er nú fullbókað í námið. Enn eru þó örfá laus pláss í næsta atvinnuflugmannsbekk sem hefst 18. janúar 2017, en við hvetjum áhugasama um að hafa samband við okkur sem fyrst þar sem mikill áhugi er fyrir náminu.
 

Hingað til hafa flugnemar á Íslandi þurft að ljúka einkaflugmannsréttindum til að mega sitja bóklegt atvinnuflugmannsnámskeið (ATPL). Að þeim loknum þurftu þeir síðan að ljúka bóklegu ATPL námskeiði áður en hægt var að skrá í sig í verkleg námskeið til atvinnuflugmanns- og blindflugsréttinda, sem og að ljúka lágmarks flugtímum til að standast inntökukröfur námskeiðanna. Í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi byrjar flugneminn hinsvegar á fyrsta degi í þjálfun til atvinnuflugmannsskírteinis.

Nánari upplýsingar um komandi námskeið má nálgast á heimasíðu Flugakademíunnar.

 

Tengt efni