Skólasetning í flugvirkjanámi Flugakademíu Keilis

Skólasetning í flugvirkjanámi Flugakademíu Keilis verður 29. ágúst 2016. Líkt og undanfarin ár er fullmannað í flugvirkjanám Keilis.

Þegar nýnemar mæta verður farið yfir starf skólans og kennsluáætlun, auk þess sem námsráðgjafar verða með kynningu á stoðþjónustu. Í upphafi skólaársins gefst nýnemum einnig kostur á að kynnast eldri nemendum og félagslífi í skólanum, en alls héldu þrír bekkir áfram námi í flugvirkjun eftir sumarfrí þann 2. ágúst síðastliðinn. Námið tekur fimm annir og verður næsta brautskráning í flugvirkjun í janúar 2017.


Tengt efni