Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám

Flugakademía Keilis hefur innleitt skimun (rafræn hæfnispróf) sem allir umsækjendur verða að þreyta. Skimun fyrir bæði áfangaskipt og samtvinnað atvinnuflugmannsnám sem hefst í maí 2019 fer fram miðvikudaginn 30. janúar næstkomandi kl. 10 - 16 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.
 
Mikil ásókn hefur verið í flugnám hjá Keili undanfarin ár og var fullbókað alla bekki í bæði áfangaskiptu (ATPL) og samtvinnuðu atvinnuflugmannsnám (Integrated Professional Pilot Program) Flugakademíunnar á árinu 2018. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í næstu námskeið sem hefjast í janúar og maí 2019.
 
Nánari upplýsingar um námið má nálgast hér en nemendur sem innrita sig í nám á INNU fá sendar allar nauðsynlegar upplýsingar um skimunarferlið.

Tengt efni