Samtvinnað atvinnuflugmannsnám hefst í janúar

Tekið er við umsóknum um samtvinnað atvinnuflugmannsnám (ATPL Integrated) sem hefst 19. janúar 2015. Námið tekur átján mánuði og er kennt á ensku.

Flugakademía Keilis bauð fyrst upp á samtvinnað atvinnuflugmannsnám haustið 2014 og var fullbókað á námskeiðið. Flugakademía Keilis er fyrsti flugskólinn á Íslandi sem hefur fengið samþykki Samgöngustofu (SGS) til að halda samtvinnað (integrated) nám til atvinnuflugmannsréttinda (ATPL Integrated Flight Training Program). 

Hingað til hafa flugnemar á Íslandi þurft að ljúka einkaflugmannsréttindum til að mega sitja bóklegt atvinnuflugmannsnámskeið (ATPL). Að þeim loknum þurftu þeir síðan að ljúka bóklegu ATPL námskeiði áður en hægt var að skrá í sig í verkleg námskeið til atvinnuflugmanns- og blindflugsréttinda, sem og að ljúka lágmarks flugtímum til að standast inntökukröfur námskeiðanna. Á samtvinnuðu ATPL námskeiði byrjar flugneminn á fyrsta degi í þjálfun til atvinnuflugmannsskírteinis. Námið er þaulskipulagt, bæði bóklegt og verklegt og tekur u.þ.b. 18 mánuði í fullu námi.

Tengt efni