Samstarfsaðili Keilis vinnur til virtra verðlauna

Samstarfsaðili Flugakademíu Keilis í flugvirkjanámi skólans, Air Service Training í Skotlandi, vann nýverið ein virtustu verðlaun sem eru veitt breskum fyrirtækjum og stofnunum „the Queen's Award for Enterprise International Trade 2015“.

Við erum gífurlega stolt af því að vera í samstarfi við AST um að bjóða upp á vandað flugvirkjanám á Íslandi enda eru verðlaunin mikil gæðavottun fyrir starfsemi þeirra. Nánari upplýsingar um verðlaunin má nálgast á heimasíðu AST.

AST - Air Service Training er viðurkenndur „Part 147“ þjálfunaraðili til útgáfu flugvirkjaréttinda samkvæmt gæðastöðlum EASA. AST er hluti af Perth College og University of Highlands and Islands (UHI) í Perth í Skotlandi og hefur starfrækt flug- og flugvirkjaskóla í 79 ár á Bretlandseyjum og víðar.

Enn er hægt að sækja um í flugvirkjanám Keilis og AST. Nánari upplýsingar á www.flugvirkjun.is

 

 

Tengt efni