Flugakademía Keilis og Flugskóli Akureyrar undirrituðu þann 7. maí sameiginlega viljayfirlýsingu um samstarf með það að markmiði að auka gæði og fjölbreytileika námsframboðs, sem og efla þjónustu við viðskiptavini skólanna.
Í viljayfirlýsingunni kemur fram að Flugakademía Keilis og Flugskóli Akureyrar lýsa yfir vilja til aukins samstarfs fjölmörgum sviðum, þar á meðal gagnkvæma kynningu á námsframboði skólanna, sér í lagi sem snýr að möguleikum til atvinnuflugmannsnáms hjá Flugakademíu Keilis, samnýtingu og sameiginlega þróun á kennsluefni, þróun á nýju námsframboði, o.fl.
Friðrik Ólafsson, yfirmaður bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Keilis og Kristján Kristjánsson framkvæmdastóri Flugskóla Akureyrar undirrituðu samninginn í flugskýli Flugskóla Akureyrar.
Starfsfólk og kennarar Flugakademíu Keilis fagnar þessari viljayfirlýsingu og lítur björtum augum á framtíðar samstarf við Flugskóla Akureyrar. Samstarfið verður formlega kynnt síðar og munum við þá greina betur frá helstu samstarfsliðum.