Samstarf Keilis og Flugfélagsins Geirfugls

Snorri Snorrason og Örn Smárason frá Geirfugli
Snorri Snorrason og Örn Smárason frá Geirfugli
Flugfélagið Geirfugl og Flugakademía Keilis hafa gengið frá viljayfirlýsingu um samstarf á sviði kennslu, sem og samnýtingu mannauðst, þekkingar og tækja. Sem liður í samstarfinu mun Geirfugl meðal annars annast að hluta til verklega þjálfun í einkaflugmannsnámi á vegum Flugakademíu Keilis. 

Flugfélagið Geirfugl hefur stundað kennslu til einkaflugprófs síðan 1999 og var fyrsti skráði flugskólinn á Íslandi samkvæmt JAA reglum. Skólinn hefur þrjár Diamond DA20-C1 Eclipse til afnota í flugkennslu til einkaflugprófs, en Flugakademía Keilis nýtir einnig slíkar vélar í flugkennslu.

Snorri Snorrason, skólastjóri Flugakademíu Keilis og Örn Smárason frá Flugfélaginu Geirfugli, handsöluðu viljayfirlýsinguna. Nánari upplýsingar um samstarf skólanna verðar birtar á heimasíðum beggja aðila innan skamms, þegar formlegur samstarfssamningur verður undirritaður.

Tengt efni