Samstarf Keilis og European American Aviation

Friðrik Ólafsson, yfirkennari og Jenný María
Friðrik Ólafsson, yfirkennari og Jenný María

Flugakademía Keilis og European American Aviation (EAA) í Flórída hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem auðveldar nemendum Keilis að sækja tímasöfnun í Bandaríkjunum.

Meðal þess sem samstarfið tilgreinir er möguleiki nemenda Flugakademíu Keilis að safna flugtímum hjá EAA, auk þess sem þeir geti framvegis sent nemendur til Keilis í licence conversion, þ.e. yfirfærslu réttinda handhafa FAA leyfa yfir í EASA.

Tengiliður EEA á Íslandi er Jenný María Unnarsdóttir, sem útskrifaðist úr atvinnuflugmannsnámi Flugakademíu Keilis árið 2014, en hún tók hluta af sínu námi hjá EAA.

Nánari upplýsingar veitir Jenný María Unnarsdóttir.


Tengt efni