Samstarf Flugakademíunnar og Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur

Ingvi Hákonarson, formaður Körfuknatleiksdeildar Keflavíkur, og Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugaka…
Ingvi Hákonarson, formaður Körfuknatleiksdeildar Keflavíkur, og Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis.
Flugakademía Keilis og Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hafa gert með sér styrktar- og auglýsingasamning til tveggja ára. Samstarfið er liður í að efla sýnileika skólans og auka áhuga ungs fólks á Suðurnesjunum á flugtengdu námi. Árlega stunda um 200 nemendur nám í Flugakademíu Keilis en skólinn býður upp á einka- og atvinnuflugmannsnám auk fimm anna bóklegs og verklegs iðnnám fyrir flugvirkja. 
 
Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis, og Ingvi Hákonarson, formaður Körfuknatleiksdeildar Keflavíkur, undirrituðu samninginn þann 7. október síðastliðinn.

Tengt efni