Piper Twin Comanche í flugflota Keilis

TF-FOX
TF-FOX

Fyrir þá sem hafa hug á að ná sér í eða jafnvel endurnýja hjá sér fjölhreyfla áritun, og vilja um leið kynnast gamla tímanum, þá hefur Flugakademía Keilis yfir að ráða tveggja hreyfla Piper PA-30 Twin Comanche á samkeppnishæfu verði. Flugvélin er blindflugshæf og því kjörin í endurnýjun fyrir blindflugsáritun. Tímaverð kr. 50.000.

Piper PA-30 Twin Comanche er ein allra vinsælasta tveggja hreyfla einkaflugvél sem smíðuð hefur verið (light twin). Hún er útbúin tveimur 160 hestafla Lycoming hreyflum og hefur henni verið breytt til notkunar á stuttum flugbrautum (Short Take Off and Landing, modified with a Robertson STOL kit). Einnig er hún með vængendatönkum sem eykur möguleika á langflugi til muna.
 
Hún flýgur hraðar, lengra og hærra og með meiri þyngd en hin hefðbundna Piper Seminole þó svo hin síðarnefnda sé útbúin 180 hestafla hreyflum. Flugþol er 7,5 flugstundir og er drægið meira en 1000 sjómílur. Vélin er útbúin blindflugstækjum og Garmin GNS-430 sem nota má til að fljúga GPS aðflug.
 
Fyrir hefur Flugakademía Keilis yfir að ráða fimm Diamond flugvélum, þar af einni tveggja hreyfla Diamond DA-42 Twin Star.
 

Nánari upplýsingar um flugvélaflota Flugakademíu Keilis má nálgast hér.


Tengt efni