Opinn upplýsingadagur hjá Flugakademíu Keilis

Flugakademía Keilis verður með „heimboð fyrir verðandi atvinnuflugmenn“ laugardaginn 5. apríl kl. 10 - 14. Þá munum við opna dyrnar og bjóða áhugasömum að kynna sér fyrirkomulag og uppbyggingu flugnáms, skoða aðstöðuna og kennsluvélar skólans, auk þess að fá innsýn í atvinnumöguleika og almennt starf flugmannsins.

Meðal annars munu flugkennarar og yfirkennarar bóklegs flugnáms segja frá náminu, núverandi atvinnuflugmenn segja frá starfi sínu og fulltrúi hins þekkta flugskóla Embry-Riddle í Bandaríkjunum segja frá framtíðar möguleikum atvinnuflugmanna.

Áhersla er lögð á persónulega móttöku og vettvang fyrir gesti að fá svar við þeim spurningum sem á þeim brenna. Þá munu gestir hafa möguleika á því að ræða við flugkennara og nemendur skólans, auk þess sem boðið er upp á kynnisflug á sérstöku tilboðsverði fyrir þátttakendur.


Tengt efni