Opinn kynningardagur í Flugakademíu Keilis

Flugakademía Keilis verður með opinn kynningardag laugardaginn 25. mars kl. 14 - 16 í aðalbyggingu skólans á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar gefst áhugasömum tækifæri til að fræðast um einka- og atvinnuflugmannsnám og flugvirkjanám, skoða skólann og verklega aðstöðu, prófa fullkominn flughermi, skoða stærsta flugvélamótor á landinu og hitta bæði kennara og nemendur. Frábært tækifæri fyrir þá sem hyggja á flugtengt nám í framtíðinni.

Í sumar býður Flugakademía Keilis einnig upp á Flugbúðir fyrir ungt áhugafólk um flug sem og þá sem hyggja á nám innan fluggeirans. Um er að ræða vinsæl sumarnámskeið en gríðarlegaur áhugi hefur verið fyrir námskeiðunum undanfarin ár enda eru þau upplagður vettvangur til að fá innsýn inn í flugheiminn. Í Flugbúðunum er farið yfir allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum á lifandi og skemmtilegan hátt. 

Smelltu hér til að skrá þig á opinn dag Flugakademíunnar


Tengt efni