Mikil ásókn í atvinnuflugmannsnám Keilis

Mikil ásókn er í atvinnuflugmannsnám hjá Keili og er að verða fullmannað í þá bekki sem hefja nám í byrjun ársins. Enn er verið að vinna úr umsóknum fyrir janúar 2018, en hátt í sextíu umsóknir hafa nú þegar borist rúmum tveimur mánuðum fyrir upphaf skólaársins. Aðeins er tekið við 28 nýnemum hverju sinni og eru umsóknir metnar um leið og þær berast.

Í ljósi mikils fjölda umsókna í flugnám hjá Flugakademíu Keilis verður umsóknarferli skólans breytt á næsta ári og þurfa þá umsóknir að hafa borist að minnsta kosti tveimur mánuðum fyrir upphaf námsins. Næstu námskeið í atvinnuflugmannsnámi hefjast í janúar, maí og ágúst 2018 og eru áhugasamir hvattir til að sækja um sem fyrst þar sem námskeiðin fyllast fljótt.


Tengt efni