Keilir tekur í notkun níundu kennsluvélina

DA40 kennsluvélin við komuna til Keflavíkur
DA40 kennsluvélin við komuna til Keflavíkur

Flugakademía Keilis tók við nýrri Diamond DA40 kennsluvél frá austurríska flugvélaframleiðandanum Diamond og lenti vélin á Keflavíkurflugvelli rétt eftir hádegi í dag. Fyrir hefur skólinn yfir að ráða átta flugvélar frá Diamond, fimm tveggja sæta DA20, tvær fjögurra sæta DA40 og eina tveggja hreyfla DA42. 

Nýja vélin hefur fengið auðkennisstafina TF-KFH og er með tæknivæddustu kennsluvélum á landinu, búin fullkomnum blindflugsbúnaði, stórum tölvuskjám og nútíma flugmælitækjum, sjálfstýringu og veðursjá. Magnús Þormar, flugkennari hjá Keili, tók við flugvélinni í Diamond verksmiðjunni í Austurríki 3. mars síðastliðinn.
 
Floti kennsluvéla Flugakademíu Keilis er orðinn einn sá nýstárlegasti og yngsti í Evrópu, og er nýjustu vélinni ætlað að bregðast við aukinni eftirspurn eftir flugnámi við skólann. Þá tók skólinn einnig í notkun fullkominn flughermi á síðasta ári að gerðinni Redbird en um er að ræða hreyfanlegan hátækni flughermi sem þýður uppá fjölbreytta notkunarmöguleika í þjálfun flugnemenda skólans.
 
Tæknivæddustu kennsluvélar á landinu
 
Nú stunda hátt í tvö hundruð nemendur flugtengt nám við Keili, þar á meðal atvinnuflugmannsnám og flugvirkjanám. Flugakademía Keilis býður bæði upp á samtvinnað atvinnuflugmannsnám (sameinað einka- og atvinnuflugmannsnám) og ATPL nám, og eru teknir inn nýir nemendur í námið þrisvar á ári, í janúar, maí og ágúst. Fullskipað er í atvinnuflugmannsnám í vetur en næst verður tekið við nemendum maí. Vegna mikillar aðsóknar í flugnám hjá Flugakademíu Keilis er áhugasömum bent á að senda inn námsumsókn sem fyrst.
 
Nánari upplýsingar um Flugakademíu Keilis má nálgast á www.flugakademia.is 
 

Tengt efni