Hundraðasti atvinnuflugmaðurinn frá Keili

Ellefu atvinnuflugmenn útskrifuðust frá Flugakademíu Keilis við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú föstudaginn 15. janúar. 
 
Snorri Snorrason, skólastjóri Flugakademíu Keilis og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, afhentu prófskírteini. Gunnar Hjörtur Hagbarðsson fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í atvinnuflugmannsnámi með 9,18 í meðaleinkunn, og fékk hann gjafabréf frá WOWair og bók frá Icelandair. Í allt hafa 101 atvinnuflugmenn útskrifast frá Keili frá upphafi skólans og var hundraðasti nemandinn heiðraður við útskriftina. Féll sá heiður í skaut Sigurðar Arnar Sigurðssonar.

Tengt efni