Hildur Björk útskrifaðist árið 2014 og starfar nú hjá Icelandair

Keilir hóf starfsemi 4. maí 2007 og fagnar því tíu ára afmæli á þessu ári, en samtals hafa um 3.000 nemendur útskrifast úr deildum skólans á þessum tíma. Í tilefni af afmælisárinu hefur skólinn safnað sögum og viðtölum við hluta þeirra nemenda sem hafa stundað nám í Keili og birt á heimasíðunni www.keilir.net/10ara

Hildur Björk Pálsdóttir er flugmaður hjá Icelandair

Ég útskrifaðist sem atvinnuflugmaður frá Keili í byrjun árs 2014, fór að kenna PPL hjá Keili sama ár og vinna sem flugfreyja hjá Icelandair. Safnaði 100 tímum í Daytona Beach í Flórída. Byrjaði svo sem flugmaður hjá Icelandair vorið 2016.

Hildur Björk útskrifaðist sem atvinnuflugmaður frá Keili í byrjun árs 2014 og starfar nú sem flugmaður hjá Icelandair.


Tengt efni