Heimsókn frá Hæfingarstöð Keflavíkur

Í síðasta mánuði kom Bjarni Valur frá Hæfingarstöð Keflavíkur í starfskynningu til Flugakademíu Keilis. Heimsóknin er liður í myndatöku fyrir verkefni í að láta drauma og þrár einstakra einstaklinga rætast, en draumur Bjarna er að verða flugmaður.

Að lokinni heimsókninni, þar sem Sverrir Örn Leifsson, þjálfunarstjóri verklegrar flugdeildar sagði frá starfi flugmannsins og sýndi flugvélar Keilis, fékk Bjarni Valur skyrtu, bindi og strípur að gjöf. Við þökkum honum kærlega fyrir komuna og samverunna.

Frábær einstaklingur og forréttindi að fá að eyða tíma með honum.


Tengt efni